Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Side 16

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Side 16
14 Árbók Háskóla íslands 250 m.kr., og varð tekjuaukningin vegna vel- gengni Happaþrennunnar, sem byrjaði f mars á síðasta ári. Að auki skilaði Happdrætti Há- skóla Islands 60 m.kr. í byggingasjóð rann- sóknastofnana atvinnuveganna. Framkvæmda- fé 1987 fór einkum í að ljúka byggingu á húsi Verkfræðideildar við Suðurgötu og til innrétt- inga f húsi Læknadeildarog Tannlæknadeildar. Af framkvæmdafé 1988 fara 30 m.kr. í viðhald, 25 m.kr. í tækjakaup og rúmlega 200 m.kr. til nýbygginga. Unnið er áfram að innréttingu á húsi læknadeildanna, og verður Læknadeild ílutt með mikinn hluta af fyrirhugaðri starf- semi í húsið næsla haust. Þá munu nú í sum- ar hefjast framkvæmdir við síðari áfanga Odda og einnig við byggingu fyrirlestra- og sýninga- sala við Háskólabíó. Þessir salir munu notað- ir fyrri hluta dags til kennslu, en síðdegis og á kvöldin verða þeir notaðir sem kvikmynda- salir; auk þess verða þeir leigðir út sem ráð- stefnusalir utan kennslutíma. Bygging Tækni- garðs hófst á liðnu hausti og verður Iokið fyrir 1. nóvember nú í haust. Tæknigarður þessi er afrakstur samstarfs Reykjavíkurborgar, Þróun- arfélags Islands, samtaka atvinnulífsins og Há- skóla Islands. í Tæknigarðinn flytja í haust Reiknistofnun Háskólans og hluti af Raunvís- indastofnun. Um 1500 m2 rými verðurtil leigu fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja notfæra sér þá aðstöðu og sérfræðiþekkingu sem að- gengileg verður í Tæknigarðinum og í næstu byggingum, sem hýsa Verkfræðideild, Verk- fræðistofnun og Raunvísindastofnun. I kennslumálum Háskólans erstefnt að meiri og betri þjónustu. Stefnt er að uppbyggingu náms til meistaraprófs í deildum sem ekki hafa boðið slíkt nám fyrr, og hefur háskóla- ráð fyrir skömmu samþykkt breytingar á reglu- gerð Raunvísindadeildar í samræmi við þessa stefnu. Framhaldsnám til meistaraprófs er nauðsynlegt til þess að Háskólinn geti farið að 1. gr. laga um Háskóla íslands og veitt nemendum sínum menntun til að sinna sjálf- stætt vísindalegum verkefnum. I slíku fram- haldsnámi skapast hið eiginlega akademíska samfélag þegar kennarar og nemendur verða í raun samstúdentar í rannsóknum og þekk- ingarleit. Með framhaldsnáminu er unnt að fjölga verulega þeim sem hljóta þjálfun til vís- indastarfa og læra að nota vísindalegar aðferð- ir við lausn margvíslegra verkefna. Jafnframt mun framhaldsnámið auka rannsóknastaifsem- ina og þá sérstaklega vinnu við íslensk verk- efni, rannsóknaverkefni sem eru aðkallandi í íslensku þjóðfélagi. Hinn vestræni heimur er heimur þekkingarþjóðfélaga, og nauðug vilj- ug verðum við að byggja okkar eigið þjóðfélag á sama þekkingargrunni. Mun því þekkingar- þörf íslensku þjóðarinnar vaxa í sífellu, og er það hlutverk Háskóla Islands að styrkja slíkan þekkingargrunn. Háskóli íslands vill ekki aðeins veita meiri þjónustu með menntun ncmenda til vfsinda- starfa, hann vill einnig veita betri þjónustu, bæta úr ágöllum á núverandi starfi. Hefur há- skólaráð t.d. skipað kennaramenntunamefnd til að efla kennaramenntunarhlutverk Háskólans, en gagnrýni hefur komið fram, einkum varð- andi kennslu í íslensku og stærðfræði. Við- brögð og vinnubrögð nefndarinnar eru slík að vænta má góðs árangurs eins fijótt og aðstæður leyfa. Mat á gæðum kennslunnar mun koma með þrennum hætti; í fyrsta lagi með árangri okkar kandídata í framhaldsnámi erlendis, í öðru lagi með úttektum matsnefnda sem meta störf og starfshætti einstakra háskóladeilda, og í þriðja lagi með viðhorfskönnun og mati nemenda á gæðum hvers námskeiðs í lok kennslumisser- is. Slikt gæðamat veitir kennurum mikilvægar leiðbeiningar, en það er metnaður hvers kenn- ara að veita sem besta kennslu við þær starfs- aðstæður sem fyrir hendi eru. Slíkt gæðamat er vandmeðfarið en engu að síður mikilvægt í baráttu við stöðnun á tímum hraðfara breyt- inga. Reynt verður að auðvelda framhaldsskóla- nemum undirbúning undir háskólanám með meiri upplýsingum um undirstöðumenntun fyr- ir háskólanámið og um nám og starfshætti í einstökum háskóladeildum. Unnið er að gerð kynningarmynda um háskóladeildir, og verða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.