Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Síða 18

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Síða 18
16 Árbók Háskóla fslands Kœru kandídatar! Dagurinn í dag er ykkar, nú munuð þið veita viðtöku prófskírteini úr hendi deildarforseta og fá þannig staðfestingu á því að langþráðu marki er náð. Háskóli Islands óskar ykkur og fjölskyldum ykkar til hamingju með árangur- inn og þakkar ykkur samstarfið á liðnum árum. Háskólaprófið er vissulega mikilvægur áfangi, en þó aðeins áfangi á lífsleiðinni. Sum ykk- ar munu fara til framhaldsnáms við erlenda háskóla, aðrir fara til margvíslegra starfa hér heima. Þið sem farið utan til náms eða starfs hugsið oft heim, heim til íslands. Því er svo far- ið um flest okkar að við viljum lifa og starfa á Islandi, þrátt fyrir rysjótt veður og verðbólgu. í mannhafi stórþjóða virðist hver einstakur litlu máli skipta, en hér hjá þessari fámennu þjóð er framlag hvers einstaklings mikils virði, og hann getur auðveldlega haft áhrif á þróun eig- in þjóðfélags. Það er einkum um hlutverk þitt, kæri kandídat, sem ég vildi ræða hér í dag. Háskóli Islands leggur einkum áherslu á varð- veislu, miðlun og öflun þekkingar, en vera má að einn veigamikill þáttur f starfi Háskólans sé vanræktur, en það er að örva menn til sjálf- stæðrar hugsunar um lífið og tilveruna en ekki bara fræðin. Og nú vil ég hvetja þig til að hugsa um hlutverk þitt, rétt þinn og skyldur sem á- byrgur þjóðfélagsþegn. Þér ber í raun að taka virkan þátt í þróun þessa þjóðfélags og það fyiT en síðar. Þú hefur ef til vill stofnað heim- ili nú þegar og eignast barn sem brátt fer f skóla. Þú átt að sýna skólastarfinu áhuga og veita stuðning ef því verður við komið, t.d. með þátttöku í foreldra- og kennarafélagi skól- ans. Þau mál sem varða þig og þína fjölskyldu miklu eru m.a. atvinnumál, heilbrigðismál og skólamál. Þú getur haft áhrif á þessi mál með ýmsum hætti, sem einstaklingur og sem með- limur í samtökum ýmiss konar. Það er vissu- lega óheppileg þróun ef minna en helmingur kjósenda tekur þátt í starfi stjómmálafiokka, en á vettvangi stjómmála eru ræddar og mótað- ar hugmyndir manna um gerð og gæði þjóð- félagsins. Vertu virkur í mótun eigin samfélags en vertu ekki aðgerðalaus áhorfandi. Gott þjóð- félag verður ekki til af sjálfu sér, það verður til vegna þrotlausrar baráttu liðinna kynslóða og samtíðarmanna. Þér er annt um umhverfi þitt og þinna bama, taktu þátt í að móta þetta umhverfi hvar sem þú býrð á landinu, þetta er einnig þitt land. Láttu ekki sveitarstjómar- menn eina um að móta umhverfi þitt, þú verð- ur að taka þátt f baráttunni fyrir betra lífi fyr- ir þig og þína fjölskyldu. Ef bú vilt ómengað loft og vatn, ómengaðan mat og útivistarsvæði, þá verður þú, kæri kandídat, að leggja þitt af mörkum til að svo verði. Lífsgæðin eru ekki í launaumslaginu einu saman. Þú ert einn af á- höfn þjóðarskútunnar en ekki farþegi, láttu því hendur standa fram úr errnum. Þjóðskáldið Matthías Jochumsson segir svo á einum stað í ljóðinu „Islands minni": Eitt er iandið, ein vor þjóð, auðnan sama beggja, eina tungu, anda, blóð aldir spunnu tveggja. Saga þín er saga vor, sómi þinn vor æra, tár þín líka tárin vor, tignar-landið kæra. Og ennfremur segir skáldið í sama ljóði: Græðum saman mein og mein, metumst ei við grannann. Fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan. Plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman. Kæri kandídat. Farsæld þín og frami mun mótast verulega af hæfileika þínum til sam- starfs og af hæfileika þínum til að skapa frjó tengsl við aðra utan vinnustaðar þíns. Ræktaðu þessa hæfileika og einnig víðsýni, hæfileikann til að sjá út fyrir eigið sérfræðisvið og gera sér m.a. grein fyrir áhrifum og afleiðingum eigin verka á samfélagið og umhverfið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.