Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Síða 74

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Síða 74
72 Árbók Háskóla íslands var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í læknis- fræði. Jón Steffensen Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor emeritus, lést 24. mars 1988 á sjötugasta og fyrsta ald- ursári. Þorbjöm fæddist 19. júní 1917 á Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu, sonur hjónanna Torfhildar Þorsteinsdóttur og Sigurgeirs Bjömssonar, bónda þar. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1937. Arangur hans í skóla tryggði honum „stóran styrk“ og gat hann því siglt til náms í eðlisfræði við Hafnarháskóla. Þaðan lauk hann magistersprófi íeðlisfræði 1943. Helsti kennari Þorbjöms var Niels Bohr, sem gert hafði Kaupmannahöfn að einni af há- borgum eðlisfræðinnar. Einn skólabræðra Þor- bjöms var Erik Bohr, sonur Nielsar. Þorbjöm kynntist því Bohr-fjölskyldunni, og Niels Bohr kom fljótt auga á hæfileika Þorbjöms og veitti honum m.a. styrk úr sjóði, sem stofnaður var til minningar um artnan son hans, Christian Bohr. Niels Bohr óttaðist handtöku af nasist- um vegna þekkingar sinnar í kjamfræðum og ættemis. í september 1943 taldi hann sér ekki lengur óhætt í Kaupmannahöfn og flúði með fjölskyldu sína til Svíþjóðar. Þorbjöm fylgdi honum í lok sama árs. Hann fékk starf við Eðlisfræðistofnun Nóbels í Stokkhólmi en beið færis að komast til íslands. Það færi gafst í mars 1945 með næturflugi til Bretiands og skipalest þaðan. Lestin hreppti fárviðri og af ellefu skip- um komust aðeins tvö á leiðarenda. Þorbjöm dvaldi þó ekki lengi heima í þetta sinn. Fyrir tilstilli dr. Bjöms Sigurðssonar á Keldum fór hann um haustið til Bandaríkj- anna til að kynna sér rafeindasmásjár. Hann vann við Princeton-háskóla að rannsóknum á geimgeislum við hlið þekktustu eðlisfræðinga iieims. Niðurstöður hans um eðli fiseinda þóttu merkilegt framlag, en þrátt fyrir freistandi til- boð stóð hugur Þorbjöms til starfa á Islandi. Hann kom því heim árið 1947, þótt ekki væri að öðru að hverfa en stundakennslu við mennta- skóla og háskóla. Þorbjöm kvæntist árið 1948 Þórdísi Aðal- björgu Þorvarðardóttur frá Stað í Súgandafirði og eignuðust þau fimm syni. Við sviplegt fráfall Steinþórs Sigurðssonar í lok Heklugoss 1947 varð laus staða fram- kvæmdastjóra Rannsóknaráðs ríkisins og tók Þorbjörn við henni 1949. Það starf veitti nokkra möguleika til rannsókna í frístundum. Tengsl Þorbjöms við Niels Bohr héldust og Bohr fékk hann til Kaupmannahafnar veturinn 1952- 1953 til vinnu við útreikninga á nýrri gerð hraðla fyrir öreindir. Jafnframt kynnti Þorbjöm sér ýmislegt sem þá var að gerast í rannsókn- um á segulsviði jarðar og lagði áætlun um íslenskar rannsóknir á því sviði fyrir Rann- sóknaráð við heimkomu. Á næstu árum hóf Þorbjöm skipulegar rannsóknir á segulstefnu í bergi með Trausta Einarssyni og Ara Brynj- ólfssyni og kom á laggimar segulmælingastöð f Leirvogi. Þorbjöm var frumkvöðull að stofnun Kjam- fræðanefndar 1956 og formaður allan starfs- tíma hennar til 1964. Nefndin reyndist áhrifa- mikil við eflingu rannsókna. Hún kom til leið- ar „rannsóknastofu til mælinga á geislavirk- um efnum“ og í tengslum við hana var stofnað prófessorsembætti í eðlisfræði við verkfræði- deild Háskólans. Þorbjöm fékk þetta embætti 1957 og veitti jafnframt stofunni forstöðu frá ársbyrjun 1958. Hún fékk brátt heitið Eðlis- fræðistofnun Háskólans og var starfrækt til árs- ins 1966 að hún gekk inn í Raunvísindastofn- un Háskólans. Meginverkefni Eðlisfræðistofn- unar voru í fyrstu þróun nema til að mæla veik geislavirk sýni og mælingar á geisla- virku úrfelli frá vetnissprengjum. Stofnunin tók einnig við rekstri segulmælingastöðvarinn- ar í Leirvogi. Árið 1960 veitti Alþjóðakjam- orkumálastofnunin styrk til að hefja umfangs- miklar mælingar á tvívetni og þrívetni í grunn- vatni og urðu þær einn meginþáttur í starfsem- inni. Þorbjörn hafði mikinn áhuga á bergseg- ulmælingum og leitaði leiða til að mæla segul- stefnu hulinna berglaga í borholum. Hann hóf nú tilraunir til að smíða segulmæli, sem nýtti sér snúðhreyfingar róteinda um stefnu segul-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.