Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Side 93

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1988, Side 93
Annáll 91 Umhverfismál í verkfræöideild Námskeið var haldið í umhverfismálum í verkfræðideild 21. september til 23. nóvember 1987. Voru flutt tíu erindi á jafnmörgum vik- um, og fluttu þau Unnsteinn Stefánsson, Ingvi Þorsteinsson, Þorleifur Einarsson, Agnar Ing- ólfsson, Amþór Garðarsson, Ólafur K. Páls- son, Jakob Bjömsson, Eyþór Einarsson, Vil- hjálmur Lúðvíksson og EinarB. Pálsson. Nám- skeiðið var haldið fyrir nemendur deildarinnar og áhugafólk, og var forstöðumaður þess Einar B. Pálsson prófessor. Kynningarátak Rannsóknaþjónustu H.f. Á haustdögum 1987 efndi Rannsóknaþjón- usta H.f. til fundar til þess að kynna fslensk- um fyrirtækjum þá þjónustu sem Háskólinn er reiðubúinn að veita atvinnulífinu. í ræðu sinni hvatti rektor fyrirtæki til þess að nýta sér þá þjónustu sem í boði er og gat um ný- byggt rannsóknahús verkfræðideildar, væntan- legt líftæknihús á Keldnaholti og byggingu Tæknigarðs á Melunum, sem hófst það haust, en þar er komið á fót þróunarmiðstöð á sviði tölvu-, upplýsinga- og raftækniiðnaðar; og einnig hefði háskólaráð samþykkt að taka þátt í að koma á fót rannsóknastöð á sviði fiskeldis. Dr. Valdimar K. Jónsson er formaður stjómar Rannsóknaþjónustunnar, en framkvæmdastjóri er Hellen M. Gunnarsdóttir. Fram kom á fund- inum að ýmis fyrirtæki hafa nýtt sér rannsóknir við Háskólann sér og framleiðslu sinni til hags- bóta, svo sem Sjávarafurðadeild SÍS, fyrirtæk- ið Marel og Lýsi hf. Ný námsbraut og nýtt nafn viöskipta- delldar Nýskipan náms í viðskiptafræðum og hag- fræði var komið á fót haustið 1988, og var nafni deildarinnar jafnframt breytt. Frá og með 8. júní 1988 hét hún viðskipta- og hagfræði- deild. Ný námsbraut, í hagfræði, hóf þá störf. Við innritun í deildina velja stúdentar milli við- skiptaskorar, sem útskrifar viðskiptafræðinga á fjórum árum eins og áður, og hagfræðiskorar, sem mun útskrifa hagfræðinga á þremur árum. Auk þess hefur deildin í hyggju að gefa kost á framhaldsnámi til meistaraprófs í hagfræði frá og með haustinu 1991. Hið nýja nám í hag- fræði leiðir til B.S.(econ.)-prófs. Á fyrsta ári er farið yfir grundvallaratriði rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði, auk tölfræði, stærðfræði og reikningshalds. Á öðru ári er námi fram haldið í sömu höfuðgreinum auk hagrannsókna, fjár- mála fyrirtækja, hagkerfis og upplýsingatækni. Á þriðja ári velja nemendur milli 2ja kjör- sviða, hagstjómarsviðs og upplýsingasviðs, og eru námsgreinar allmargar á báðum sviðum. Með námi þessu er ætlunin að búa nemendur undir margvfsleg störf í þágu félaga, fyrirtækja og stofnana, auk framhaldsnáms og rannsókn- arstarfa í hagfræði. Fastir kennarar hagfræðiskorar eru prófess- oramir dr. Guðmundur Magnússon, dr. Þor- valdur Gylfason og dr. Þráinn Eggertsson og dósentamir dr. Ragnar Ámason og dr. Tór Ein- arsson. Nýir starfskraftar í stjórnsýslu Ráðinn hefur verið fjármálastjóri að skrif- stofu Háskólans. Gunnlaugur H. Jónsson, B.Sc. phys. (Hons.), MBA, hefur tekið við nýju starfi, sem léttir á starfsskyldum háskólaritara og bæt- ir stórlega þá þjónustu og eftirlit sem með þarf við sívaxandi umsvif Háskólans. (Sjá „Kafla úr gerðabókum háskólaráðs“.) Þá hefur verið ráðinn aðstoðarmaður rekt- ors, Stefán Baldursson, M.Ed., sem hefur með höndum margvísleg þjónustu- og stjómsýslu- störf sem áður lögðust á herðar rektors. Er hann m.a. framkvæmdastjóri Vísindanefndar háskólaráðs og Þróunamefndar. (Sjá skýrslu rektors í lok Annáls.) Þá hafa alþjóðasamskipti Háskólans kom- ist í æ fastara form að fmmkvæði rektors og alþjóðasamskiptanefndar undir forystu Þór- ólfs Þórlindssonar prófessors. Áður höfðu Þóru Magnúsdóttur, B.A., verið falin störf er að þessu lúta, en nú hefur hún verið ráðin framkvæmdastjóri nefndarinnar. (Sjá skýrslu rektors um þessi umfangsmiklu mál og áætlan- ir hér á eftir.)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.