Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2008, Blaðsíða 48
Markaðs- og samskiptamál
Markaðs- og samskiptasvið
Hlutverk markaðs- og samskiptasviðs Háskóla (slands er að miðla upplýsingum
til almennings og hagsmunaðila um fjölbreytta starfsemi Háskóla íslands og
styrkja þannig ímynd hans og orðspor. Sviðið vinnur markvisst að því að almenn-
ingur og ytri og innri hagsmunaaðilar skynji stöðu Háskólans á jákvæðan hátt og
hafi skýra mynd af hlutverki hans og sérstöðu.
Markaðs- og samskiptasvið byggir upp traust almennings á Háskóla íslands og
virkjar hagsmunahópa skólans í þeim tilgangi að þeir verði virkir talsmenn
skólans og komi að eflingu hans inn á við og út á við. Á árinu 2008 naut Háskóli
íslands langmests trausts opinberra stofnana meðal almennings en samkvæmt
þjóðarpúlsi Capacents naut Háskólinn trausts 90 prósenta þjóðarinnar. Háskólinn
hefur notið mests trausts allra ríkisstofnana undanfarin ár en aldrei notið jafn-
mikils trausts í þjóðarpúlsi Capacents og á árinu 2008.
í starfi sínu leggur markaðs- og samskiptasvið meðal annars áherslu á að:
• vernda og styrkja orðspor Háskóla (slands.
• móta og miðla stefnu og framtíðarsýn Háskóla íslands til almennings og til
innri og ytri hagsmunahópa,
• móta og þróa kynningar-, markaðs-. samskipta- og mörkunarstefnu fyrir
Háskóla [slands,
• samhæfa kynningar-. markaðs-, samskipta- og mörkunarstarf fræðasviða,
deilda og eininga Háskólans.
• tryggja að Háskóli íslands hafi eina ásýnd í sameiginlegu kynningarefni og í
kynningarefni eininganna.
• afla. greina og miðla upplýsingum eftir tiltækum boðleiðum um starf innan
Háskóla ístands.
• standa fyrir og stuðla að viðburðum sem tengjast fjölbreyttri starfsemi
Háskóla (slands.
• standa fyrir og kynna úthlutanir úr styrktarsjóðum Háskólans,
• efla og þróa hollvinastarf.
Helstu verkefni
Helstu verkefni markaðs- og samskiptasviðs ráðast að miklu leyti af framan-
greindum áherslum sviðsins. Sviðið mótar markaðs-. kynningar-, mörkunar- og
ímyndarstarf Háskólans í heild sinni í samvinnu við rektor Háskóla íslands,
háskólaráð og markaðs- og kynningarráð Háskólans (sem vikið verður að síðar)
og samþættirog samhæfir starfið milli einstakra eininga.
í þessu sambandi má nefna víðtæka upplýsingamiðlun eftir helstu boðleiðum
sem tiltækar eru. þar með talið á vefsvæði Háskótans, fjölþætt samskipti við
fjölmiðla, gerð. hönnun og útgáfu kynningarefnis. umsjón með stærri viðburðum
Háskólans. úthlutun styrkja á vegum skólans. samskipti við hollvini, velunnara og
stjórnir styrktarsjóða Háskólans, samfélagslega vísindamiðlun auk ráðgjafar og
fræðslu um markaðsmál sem veitt er innan Háskótans.
Sameining Kennaraháskóla íslands og Háskóla fslands, sem átti sér stað 1. júlí
2008. og opnun á nýju vefsvæði Háskóla (slands sama dag setti mark á starfsemi
sviðsins á árinu.
Þá katlaði breyting á stjórnskipulagi Háskótans á miklar annir en reyndist einnig
færi til að innleiða breytingar á viðmóti og útliti á öllum prentgripum og heildar-
kynningarefni skótans. Mikit vinna var því lögð í endurhönnun og endurnýjun
kynningarefnis á árinu 2008 sem tók mið af breyttum Háskóta íslands. en að því
verður vikið síðar.
Stjórn og starfslið
Markaðs- og samskiptasvið er eitt af sex þjónustu- og stoðsviðum sameigin-
tegrar stjórnsýslu Háskólans. Sviðsstjóri er Jón Örn Guðbjartsson. Kynningarmát
voru í höndum hans og Guðrúnar J. Bachmann, sem var í námsteyfi. Verkefnis-
stjóri viðburða var Björk Hákansson fram á mitt ár þegar Dagný Ósk Aradóttir tók
við starfi hennartímabundið. Vefstjóri á fyrstu mánuðum ársins var Anna
Sveinsdóttir en við verkefnum hennar tók Gunnar Grímsson á vormánuðum.
Hann leiddi einnig vefhóp sem vann að innleiðingu á nýju ytra vefsvæði Háskól-
ans í samvinnu við markaðs- og samskiptasvið og ráðgjafahóp Háskólans um
46