Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2008, Page 130
seinni heimsstyrjöldinni. Verkefnisstjóri Hugvísindastofnunar aðstoðaði við
undirbúning ráðstefnunnar fyrir hönd Sagnfræðistofnunar.
Dagana 25.-30. ágúst tóku fornleifafræðingar á Hugvísindasviði á móti
samstarfsfólki sínu í norræna rannsóknarskótanum Dialogues with the Past, sem
styrktur er af NordForsk. Vinnusmiðja fór fram 25.-27. ágúst en þá hétt hópurinn í
leiðangur austur að Skriðuklaustri. til að kynna sér fornteifarannsóknir þar.
Hugvísindastofnun aðstoðaði Steinunni Kristjánsdóttur, lektor í fornleifafræði, og
Kristján Mímisson doktorsnema við undirbúning og framkvæmd heimsóknar-
innar.
Ráðstefnan NODEM 08 var haldin í byrjun desember. Hugvísindastofnun sá um
skipulagningu og framkvæmd ráðstefnunnar, en hagnýt menningarmiðlun, sem
er námsleið innan Sagnfræði- og heimspekideildar. átti aðild að ráðstefnunni
ásamt FÍSOS. fétagi íslenskra safna og safnmanna. Gagarín, Minjasafni
Reykjavíkur og Þjóðminjasafni ístands. Um er að ræða norræna ráðstefnu og
sýningu um stafræna miðlun menningararfs sem haldin er regtulega.
Ráðstefnuna sóttu á annað hundrað innlendra og erlendra gesta.
Auk þessa aðstoðaði verkefnisstjóri við undirbúning og kynningu allmargra
fyrirtestra og styttri málþinga á vegum aðildarstofnana.
Húsnæðismál og starfsaðstaða
Árið 2008 ftutti Hugvísindastofnun úr Nýja-Garði á 3. hæð í Gimli. Þar fékk
stofnunin skrifstofu fyrir starfsmann og aðildarstofnanir fengu aðstöðu fyrir fasta
starfsmenn og fræðimenn. [ opnu rými er vinnuaðstaða fyrir 43 doktorsnema.
gestafræðimenn og aðra styrkþega. [ Nýja-Garði hafði rýmum sem stofnunin
hafði yfir að ráða fækkað vegna húsnæðisskorts Hugvísindadeildar og biðtisti
myndast. Aðstaðan í Gimli bætti því úr brýnni þörf. Við árslok hafði meirihluta
vinnuborða verið úthlutað.
Fjármál
Fjárveiting Hugvísindastofnunar fyrir árið 2008 var í tvennu lagi. Annars vegar var
föst fjárveiting og hins vegar hluti þeirra mótframlaga sem Hugvísindasvið (áður
Hugvísindadeild) fær vegna rannsóknastyrkja sem aflað er til verkefna innan
þess. Hluta fjárveitingarinnar er varið til að styrkja starfsemi aðildarstofnanna.
sem fengu fast framlag og framlag byggt á hlutfallslegri skiptingu mótframlaga.
Bókmenntafræðistofnun
Starfsemi stofnunarinnar var með hefðbundnu sniði á árinu 2008. Útgáfa
bókmenntatexta og fræðirita hefur löngum verið snar þáttur í starfseminni. Á
árinu kom út 60. ritið í ritröðinni Studia Islandica. að þessu sinni bók Öldu Bjarkar
Valdimarsdóttur. Rithöfundur íslands: Skáldskaparfræði Hallgríms Helgasonar.
Ritstjóri var Gunnþórunn Guðmundsdóttir. Þá kom út greinasafn um verk Péturs
Gunnarssonar rithöfundar, sem að stofni til er byggt á fyrirtestrum sem haldnir
voru á mátþingi sem stofnunin stóð fyrir vorið 2007 í tilefni af sextugsafmæli
höfundarins og nefnist ritið Af jarðarinnar hálfu. Ritstjórar voru þeirTorfi Tulinius
og Jón Karl Hetgason. Evrópusambandið (Cutture Programme 2007-2013) veitti
stofnuninni styrki til þýðingar á fimm verkum sem komu út á árinu 2008 í
ritröðinni Þýðingar undir ritstjórn Sveins Yngva Egitssonan Um kveðskap á
þjóðtungu eftir Dante Alighieri, Kristján Árnason þýddi. Gottskálk Þór Jensson
ritstýrði, Mimesis: Framsetning veruleikans í vestrænum bókmenntum eftir Erich
Auerbach. Gauti Kristmannsson stjórnaði þýðingunni. ritstjóri Torfi Tulinius.
Fagurfræði og miðiun eftir Walter Benjamin. Benedikt Hjartarson stjórnaði
þýðingunni. Ástráður Eysteinsson ritstýrði. Svört sól. Geðdeyfð og þunglyndi eftir
Juliu Kristevu. Ólöf Pétursdóttir þýddi. Dagný Kristjánsdóttir ritstýrði, og Hið
póstmóderníska ástand. Skýrsta um þekkinguna eftir Jean-Frangois Lyotard sem
Guðrún Jóhannsdóttir þýddi og Björn Þorsteinsson ritstýrði.
Þá stóð stofnunin fyrir dagskrá um Stein Steinarr í tilefni aldarafmælis skátdsins
á haustmánuðum í samstarfi við Foriagið.
Forstöðumaður stofnunarinnar var Sveinn Yngvi Egilsson fram tit 1. júlí og auk
hans sátu í stjórn hennar þau Ástráður Eysteinsson og Aðatbjörg Bragadóttir.
Gunnþórunn Guðmundsdóttir var forstöðumaður frá 1. júlí og með henni í stjórn
sátu þau Jón Karl Helgason og Auður Aðalsteinsdóttir.
128