Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2008, Blaðsíða 160
Miðstöð í lýðheilsuvísindum
Almennt
Miðstöð í lýðheilsuvísindum. MLV, var stofnuð árið 2007 með það að markmiði að
sameina þekkingareiningar og fagsvið Háskóla íslands við útfærslu þver-
fræðilegra rannsókna á sviðum lýðheilsuvísinda og hafa umsjón með meistara-
og doktorsnámi í lýðheilsuvísindum.
Doktors- og meistaranemar
Kennsta í doktors- og meistaranámi í lýðheilsuvísindum, MPH og DrPH. hófst
haustið 2007. Við árslok 2008 voru 50 MPH-nemar og 15 DrPH-nemar skráðir í
námið. Á haustmisseri fór fram fyrsta meistaravörn í lýðheilsuvísindum við
Háskóla íslands. en Halldóra Viðarsdóttir varði þá ritgerð sína: „Cancer Risk in
lceland by Level of Education". Leiðbeinandi var Laufey Tryggvadóttir.
framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár. Halldóra brautskráðist því fyrst nema
Háskóla íslands með gráðuna Master of Public Health eða MPH.
Félag nemenda í lýðheilsuvísindum við Háskóla íslands var stofnað á árinu og
hlaut nafnið Iðunn. Félagið tók m.a. að sér skipulag vísindaferða og nemendur
heimsóttu Hjartavernd, Landlæknisembættið og Össurá haustmánuðum.
Kennsla
MLV hefur umsjón með 6 af skyldunámskeiðum námsins. Sem áður er
megináhersla í MPH-náminu á rannsóknaraðferðir (faralds- og líftölfræði),
undirbúning rannsókna, heilsueflingu og forvarnir. Kennarar og gestafyrirlesarar
skyldunámskeiðum koma flestir frá öðrum deildum Háskóla íslands og
samstarfsstofnunum. Nemendur sátu valnámskeið við fjölmargar deildir Háskóla
íslands. Nokkrir nemenda fá metin námskeið sem þeir sóttu erlendis á árinu.
m.a. við Norræna lýðheilsuháskólann, Háskólann í Kaupmannahöfn. Karolinska
Institutet í Stokkhótmi og University of Minnesota.
Málþing. námstefnurog málstofur
MLV og Krabbameinsfélagið Framför stóðu fyrir málþinginu „Leiða lífsvenjur til
krabbameins?" á Háskólatorgi þann 20. febrúar. Fyrirtesarar voru Laufey
Tryggvadóttir. framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Ásgerður Sverrisdóttir
krabbameinslæknir. Þráinn Þorvaldsson. framkvæmdastjóri SagaMedica,
Jóhanna Eyrún Torfadóttir, DrPH-nemi og rannsóknarsérfræðingur við MLV. og
Oddur Benediktsson. formaður Krabbameinsfélagsins Framför. Fundarstjóri var
Unnur A. Valdimarsdóttir, forstöðumaður MLV.
Vikuna 30. mars til 4. apríl stóðu MLV og upplýsingatækni á Heilbrigðissviði
Háskóla íslands að námstefnunni „The Global Health Institute" í samstarfi við
University of Minnesota. Forseti íslands setti námstefnuna með erindi um lofts-
lagsmál og var nemendum og kennurum boðið að Bessastöðum af því titefni.
Ríflega 30 fræðimenn. ertendir og inntendir, komu að fyrirlestrum og patlborðs-
umræðum á námstefnunni en um 50 nemendur Háskóta ístands og UM voru
skráðir til eininga.
Námstefnan „Lýðheilsuvægi jákvæðrar sátfræði" fór fram á Háskólatorgi 12.
september í samstarfi við Lýðheitsustöð. Fyrirlesarar voru Robert Biswas-Diener
sátfræðingur. Todd Kashdan, dósent við George Mason University, Dóra Guðrún
Guðmundsdóttir sátfræðingur og Þórólfur Þórtindsson. forstöðumaður
Lýðheilsustöðvar.
Opnar málstofur á vegum MLV voru haldnar mánaðarlega en þar kynntu DrPH-
nemar rannsóknir og/eða fyrstu niðurstöður sínar. MPH-nemar kynntu
rannsóknarverkefni sín á kynningardegi í maí.
Gestakennarar
Á árinu voru undirritaðir samningar um akademískt gestastarf við Miðstöð í
lýðheilsuvísindum við eftirfarandi fræðimenn: Katja Fatl. Karotinska Institutet og
Harvard School of Public Health, Loretei Mucci. Harvard School of Public Health,
Sigurður Guðmundsson. Landlæknisembættinu. Þorsteinn Blöndat. LSH og
Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.
Samstarfsaðilar
Samstarfssamningar við Bráðamóttöku LSH, Hjartavernd. Krabbameinsfétag
(slands. Landtæknisembættið og Lýðheitsustöð liggja fyrir. Sérfræðingar frá
158