Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Page 7

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Page 7
Síðan »Lögfræðingur« Páls amtmanns Briem hætti að koma út um áramótin 1901 — 1902, hafa ís- lendingar eigi átt neitt rit, er sérstaklega hafi fjallað um lögfræði og hagfræði. Og koma þó fáar fræði- greinir frekar við hag almennings en þær. Læknar komu sér upp timariti 1915 og prestar 1919. Engri þjóð er jafnáríðandi og íslendingum, að eiga vekjara í sem flestum greinum. Veldur því meðal annars fjarlægð landsins frá menningarlöndunum og fámenni og frumbýlingsháttur þjóðarinnar á flestum sviðum. Til þess að varna því, að þessar fylgjur vorar valdi þeim uppdrætti, sem vanalega fytgir einangrun, hafa flestir lagamenn og hagfræðingar í Reykjavík stofnað félag til þess aðallega að gefa út tímarit, er ræði lögfræðileg og hagfræðileg efni. Er til þess ætlast, að tímaritið komi út einu sinni á hverjum ársfjórðungi, 2‘/g örk í hvert skipti og kosti 20 kr. á ári. Tímaritinu er aðaUega ætlað að flytja frum- samdar fræðigreinir, ritdóma og fagnýjungar frá út- löndum. En það mun líka taka þátt í umræðum um mikilsvarðandi löggjafarefni og lagaframkvæmdir, ept- ir því sem atvik renna til. Félagið hefir fengið 1000 kr. styrk úr Sáttmála- sjóði og kann Háskólaráðinu bestu þakkir fyrir hjálp- 1

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.