Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Side 11

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Side 11
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 5 Auk þess verður að draga hér frá 7 félög, kaupfélög og sláturfélög, sem að vísu eru nefnd hlutafélög, en hafa breytilega félagatölu og breytilegan fjárstofn. Innlend hlutafélög, sem tilkynt hafa verið, verða þá 147. Um aldur þessara félaga er það að segja, að aðeins 6 þeirra eru stofnuð fyrir árið 1900, þar af eitt 1870, og hin á árunum 1894—1899. Eftir aldamótin og fram til 1914 koma 1—8 ný félög á hverju ári, en úr því fer þeim að fjölga, og eru stofnuð: 1915 13 félög 1916 14 — 1917 3 — 1918 8 — 1919 23 — 1920 8 — Um aldurinn er hér farið eftir því, sem tilkynt er um dagsetningu samþykta, en það atriði vantar í til- kynningu 9 félaga. Eins og vænt mátti eru langflest félögin í Reykja- vík, 89 talsins. Næst er Isafjarðarsýsla og kaupstaður með 14 félög, þá Eyjafjarðarsýsla og Akureyri með 11, Gullbringu- og Kjósarsýsla og Hafnarfjörður með 9. í öðrum lögsagnarumdæmum eru færri og í Rangárvalla-, Skaftafells-, Suður-Múla-, þingeyjar-, Stranda- og Dala- sýslum eru engin hlutafélög skrásett. Hlutafjárhæðin er samtals í þessum 147 félögum kr. 15,807,051,76, þar af eru ca. kr. 12,300,000,00 í félögum hér í Reykjavík. Hér er aðeins talin sú hlutafjárupphæð, sem tilkynt er að íélagið sé stofnað með, en ekki tekið tillit til síðari aukn- ingar á hlutafénu, sem einstöku sinnum er tilkynt. Hvað mikið hlutafé í raun og veru hafi verið innborgað verð- ur ekki sagt um, og heldur ekki hve mikið er greitt í peningum og hvað í öðrum eignum, né hvað sannvirði þeirra eigna hafi verið. Félögin eru mjög misstór eftir hlutafjárupphæðinni. Uægst hlutafjárupphæð er kr. 1000,00 í einu félagi, hæst kr. 1,500.000,00 líka í einu félagi. þess skal þó jafnframt

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.