Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 19
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 13
félagaskipulagi, þá virðist það hvorki vera nauðsynlegt né
heppilegt að undanskilja það hlutafélagalögunum, þó svo
væri ákveðið, að arðinum væri skift með félögum eftir
hlutdeild þeirra í veltu félagsins einvörðungu og starf-
semi félagsins takmörkuð við þá eina. Öryggisreglna
hlutafélagalaganna fyrir hluthafa og skuldheimtumenn
virðist jafnmikil þörf hér sem í öðrum hlutafélögum. —
Illutafélagalögin taka skv. 1. gr. ennfremur aðeins til
þeirra félaga, sem eiga að afla ágóða til skiftingar með
einhverjum hætti meðal félaga. þetta er tekið úr hluta-
íelagalögunum dönsku. þessi takmörkun er nú að vísu
ekki þýðingarmikil, því það mun vera fremur fátítt, að
hlutafélög séu stofnuð, sem ekki eiga að gefa félögunum
neinn arð. En komið getur það fyrir. Og þó að tilgangur
félagsins sé þessi, þá sýnist geta verið jafnmikil þörf á
öryggisreglum hér, einkum fyrir skuldheimtumenn félags-
ins, sem þar er arði skal úthluta og því nokkuð efamál
liversu réttmæt þessi undantekning er.
í II. kafla laganna eru ákvæði um stofnun félags.
Hingað til hafa um stofnun hlutafélaga gilt almennar
reglur fjármálaréttarinns. Nú eru, eins og hvervetna mun
vera í hlutafélagalögum, settar sérreglur um þessa félags-
myndun. Skv. 3. gr. verður jafnan að gjöra skriflegan
samning uni stofnun hlutafélags. petta gildir jafnt hvort
sem stofnendurnir leggja alt hlutaféð fram eða eigi.
Ákvæðin í 3. gr. um það, hvað standa skuli í stofnsamn-
ingi, svara til ákvæðanna í 5. gr. dönsku hlutafélagalag-
anna. pó er í íslensku lögunum bætt við tveimur þýð-
ingarmiklum atriðum, sem ekki eni í dönsku lögunum.
Annað er það, að geta skal í stofnsamningi hversu mikið
fé hver stofnenda leggi til félagsins. Hitt er það, að
þess skal getið, ef stofnendur áskilja sér stöðu hjá fé-
laginu eða önnur fríðindi.
Auk ákvæðanna um stofnsamninginn, sem eru með
nokkuð líkum hætti í þeim hlutafélagalögum, sem eg
þekki, eru víðast hvar önnur ákvæði, sem miða að því
að koma í veg fyrir það, að misferli eigi sér stað við