Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 21
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 15 £.é frá öllum verulegum atriðum er lúta að stofnun félagsins. þetta er gert til að tryggja það, að þeir, sem gerast vilja hluthafar í félaginu, fái eða að minsta kosti ligi kost á að fá sem fullkomnastar og réttastar upplýs- ingar um félagið. — íslensku hlutafélagalögin fara, eins og dönsku lögin, aðra leið í þessu efni. þau gefa stofn- tndunum mjög frjálsar hendur um það, hvernig þeir afla hlutafjárins. pó að þeir ekki taki hlutina aila sjálfir, þ. e. þó að um successivstofnun sé að ræða, þá þurfa þeir ekki að afla hlutafjárins með opinberu útboði, nema ]>eir veiti almenningi kost á að skrifa sig fyrir hlut- um í félaginu. 1 því eina tilfelli af successivstofnun er lögboðið að gefa út boðsbréf, opinbera auglýsingu, sem svo skv. 7. gr. á að greina ýms þýðingarmikii atriði um félagið. Hvort þessum strangari reglum skv. 7. gr. verð- ur beitt, fer þá eftir því, hvort telja má að „almenningi sé veittur kostur á að skrifa sig fyrir hlutum í félaginu“. Veltur því afarmikið á því, hvernig þetta ákvæði verður skilið. það er nokkuð óákveðið og ástæða til að skýra það sem víðtækast. Eg skal ekki fara nánar út í það, en orðið „almenningur“ verður þó aldrei skýrt svo víðtækt, að ekki verði nokkurt svigrúm fyrir stofnendurna til að afla hlutafjárins án útboðs. En með því eru dyrnar opn- aðar fyrir ýmsu misferli við stofnun félagsins. J>ví það er engin trygging fyrir því, að þeir menn, sem með þessum hætti verða fengnir til að gerast hluthafar í fé- laginu, þekki stofnsamninginn, hvað þá meii’a. 9. gr„ sem mælir fyrir um stofnfund eftir að hlutafjársöfnun hefir tekist, bætir að vísu nokkuð úr þessu, og er þar í ís- lensku hlutafélagalögunum vikið til bóta frá hinum dönsku, en ekki er það þó nægilega trygt. því hefir nú að vísu verið haldið fram í Danmörku, að hlutaáskrift væri jafnan ógild,, ef áskrifanda væri ekki gefinn kost- ur á að sjá stofnsamninginn, og gilti það einnig þar sem almenningi ekki væri gefinn kostur á að skrifa sig fyrir hlutum. En þessi skoðun er bygð þar ekki á ákvæðum hlutafélagalaganna, heldur aðallega á 30. gr. laga um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.