Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Side 23

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Side 23
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 17 misferli af þeirra hálfu ekki hvað síst vera fólgin. Má þar t. d. nefna H. G. B. § 202. Samkvæmt þeirri grein bera stofnendurnir allir fyrir einn og einn fyrir alla ábyrgð gagnvart félaginu á því, að skýrslur þær séu fullkomnar og réttar, sem þeir gefa til verslunarskrár um áskrift eða innborgun hlutafjár, um fríðindi sem ein- stökum hluthöfum séu áskilin, um greiðslu hlutafjár í öðru en peningum eða ef félagið á að taka að sér atvinnu annars manns eða eignir, og um stofnkostnaðinn. Ef lof- að hlutafé er talið of mikið, verða stofnendurnir að taka það að sér, kostnað, sem ekki er talinn með í stofnkostn- aði, verða þeir að greiða. Geti hluthal'i, sem skrifað hefir sig fyrir hlut, ekki greitt hann, bera stofnendur þeir, er tóku við áskrift hans og vissu um ógjaldfæri hans, ábyrgð (solidariska) á greiðslunni. Svipuð ákvæði eru í 19. gr. norsku laganna, 24. gr. sænsku laganna, 19. gr. í nefndar- frumvarpinu danska 1901 og 20. gr. í frumvarpinu 1910. í III. kafla laganna eru ákvæði um skrásetningu hlutafélaga. Hlutafélag má eigi taka til starfa fyr en það hefir verið skrásett, og skal tilkynna það til skrásetning- ar á mánaðarfresti eftir að það var löglega stofnað. Skrá- setningin má eigi fara frarn fyr en fengin eru loforð um framlög lágmarks ákveðins hlutafjár, stjóm og end- urskoðendur kosnir, samþyktir settar og fjórðungur lof- aðs hlutafjár er greiddur, 10. gr. í 12. gr. eru ákvæði um, hvað tilkynna skuli, og á tilkynningin skv. þeim að vera töluvert ítarleg, á hún að greina flest þau atriði, er máli skifta um hlutafélögin. Illutafélögin á að setja á sérstaka skrá, hlutafélagaskrá. Ákvæðin um skrásetn- ingu hlutafélaga virðast yfirleitt vera mjög heppileg og geta sjálfsagt komið að miklu gagni. Af hlutafélaga- skránni, sé hún rétt færð, eiga að fást upplýsingar um flest það, er almenning varðar mestu að vita urn félagið. En til þess að skráin komi að haldi, verður að hafa strangar gætur á því, bæði að tilkynt séu öll þau félög, er tilkynna skal, og að tilkynningarnar séu löglegar, þ. e. að þær hafi að geyma alt, sem í tilkynningu á að standa, 2

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.