Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Qupperneq 24

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Qupperneq 24
18 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. og að neitað sé um skrásetningu, ef eitthvað brestur á það eða skipulag félagsins með einhverjum hætti er gagnstætt lögum. Og það er vitanlega ekki nægilegt, að tilkynningin um stofnun félagsins sé gerð. það verður einnig að tilkynna til skrárinnar þær breytingar, er síð- ar verða á því, er tilkynt hefir verið til skrásetningar. 14. gr. hlutafélagalaganna mælir líka svo fyrir, að því nær allar þessháttar breytingar skuli tilkynna til skrá- setningar innan mánaðar frá því breytingin varð. 11. gr. felur lögreglustjórunum að sjá um skrásetninguna. Hluta- félagaskrárnar verða því jafnmargar og lögsagnarum- dæmin, en ekki er gert ráð fyrir neinni allsherjarskrá fyr- ir land alt. Eg hygg, að það sé hætt við að þetta fyrir- komulag á skránum reynist ekki vel. Og eg byggi það á því, hversu verslunarskrárnar nú eru haldnar. þær eru lika hver fyrir sitt lögreglustjóraumdæmi. pað þarf ekki lengi að leita í þeim til þess að ganga úr skugga um, að þar úir og grúir af ólöglegum tilkynningum. Eg hefi at- hugað þetta sérstaklega um hlutafélögin. Skv. 16. gr. 1. 42. 13. nóv. 1903, á að tilkynna firma til verslunarskrár áður en atvinnureksturinn byrjar, og skv. 21. gr. á að tilkynna breytingar, er síðar verða á því, er ritað hefir verið í verslunarskrár. Ilvað frumtilkynninguna snertir,þá skal hún skv. 19. gr., ef um hlutafélög er að ræða, greina 9 atriði, auk firmans. I tilkynningar um 52 af þeim 147 hlutafélögum, sem tilkynt hafa verið, vantar greinagjörð um eitthvert af þessum atriðum, og í sumar þeirra um fleiri en eitt. Með öðrum orðum, fullur þriðjungur af ollum tilkynningunum er ólöglegur. Auk þess er það aðeins í örfáum tilfellum sem tilkyntar hafa verið breyt- ingar á því, sem tilkynt hafði verið í frumtilkynning- unni, svo grunsamlega fáum, að óhætt mun að fullyrða að þær tilkynningar hafi alment verið vanræktar. þetta hvorttveggja bendir til þess, að lögreglustjóramir hafi ekki lagt sérlega mikla rækt við þessar skrár, sumir Jiverjir að minsta kosti, og verði eftirlitið með hlutafélaga- tilkynningunum líkt þessu, þá verður ekki mikið á hluta-

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.