Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 26
20 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. ur, ef trygging er sett fyrir afganginum. pannig er venjulega um vátryggingarfélög. Skv. 22. gr. yrði í þeim íélögum ekki hægt að gefa út hlutabréf fyr en hag fé- lagsins væri komið svo, að grípa hefir þurft til trygg- inganna og innkalla alt hlutaféð, m. ö. o. ekki fyr en félagið jafnaðarlega væri í þann veginn að fara á höf- uðið. Til þess tíma yrðu hluthafarnir að láta sér nægja bráðabirgðaskírteini sem heimildarbréf fyrir hlutdeild sinni í félaginu. En það mundi auðvitað leiða til þess, að með bráðabirgðaskírteini yrði farið alveg eins og hluta- bréf, þau myndi ganga kaupum og sölum alveg eins og hiutabréf. í sænsku lögunum er þetta ákvæði ekki eins bagalegt vegna þess, að þau lög taka ekki til vátrygging- arhlutafélaga. Um þau eru önnur lög, 1. 25. mars 1917. Um önnur ákvæði í þessum kafla skal eg fyrst geta þess, að ákvæðin í 26. gr. um lækkun hlutafjár eru rokkuð breytt frá samsvarandi ákvæðum dönsku lag- anna, og það til bóta. þannig getur skv. 26. gr. hlut- hafafundur einn ákveðið: að minka hlutafé, en í Dan- mörku er talið að leggja megi það atriði á vald stjórn- arinnar í samþyktum félagsins, en það mundi ol't og einatt ekki vera tryggilegt. í annan stað eru í 26. gr. ákvæði um ógildingu hlutabréfa og bráðabirgðaskírteina, sem inn hafa verið leyst, miklu ítarlegri og gleggri en ákvæði dönsku laganna þar að lútandi. pá vil eg enn minnast á ákvæði 28. gr., um það, með hverjum hætti hlutafélag geti átt hlutabréf sjálfs sín eða rétt yfir þeim. Að hlutafélag megi eiga hlutabréf sjálfs sin er mjög varhugavert. pegar hlutafélag kaupir hlutabréf sjálfs sín, þá lækkar það í raun réttri hluta- féð að sama skapi. Endurgjaldið, sem það greiðir fyrir hlutabi-éfið, er ekkert annað en endurgreiðsla á hluta- fénu til hluthafanna. því meira sem félagið kaupir af bréfum sjálfs sín, því minni verður fjárstofn þess, hluta- féð. Heimild félaginu til handa til þess að eignast hluta- bréf sín getur því leitt til mestu misferla. Hluthafarn- ir geta látið félagið kaupa bréfin af sér og forðað sér við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.