Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Síða 27

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Síða 27
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 21 tapi með þeim hætti. En þegar svo skuldheimtumenn l’élagsins eiga að fá fullnægt kröfum sínum, er hluta- féð horfið og verðlaus pappír kominn í þess stað. Erlend- is hefir heimild hlutafélaga til að kaupa bréf sín reynst hættuleg að því leyti, að hún hefir freistað manna til þess, er álit félagsins hefir verið að þverra, hlutabréfin að lækka í verði og gjaldtraust félagsins því á þrotum, að láta félagið sjálft kaupa bréfin til að halda verðinu uppi og halda í gjaldtraustið. En þetta hefir auðvitað orðið skammgóður vermir og endað með skelfingu. Af þessum ástæðum er það víðast hvar algjörlega bannað að félag eignist hlutabréf sjálfs sín, eða taki þau til tryggingar, nema til ógildingar í sambandi við lækkun hlutafjár og með vissum skilyrðum, aðallega skyldu til að afhenda, þau fljótlega aftur, við fjárnám, sbr. n. 1. §§ 28 og 29, H. G. B. § 226, s. 1. § 51, d. frv. I. § 34, II. § 44—46. Sama gildir um enskan rétt. Dönsku hlutafélagalögin § 25 leyfa félaginu aftur á móti að eiga sjálfs sín hlutabréf, en áskilur aðeins að þau séu talin á sérstökum lið í ársreikningnum, og að tilkynt sé til hlutafélagaskrár, ef félagið eignast meira en 5% af ldutafénu. Ákvæði 28. gr. hlutafélagalaganna íslensku eru með enn öðru móti. Félaginu er bannað að taka hlutabréf eða bráðabirgðaskírteini sjálfs sín til trygg- ingar eða lána út á þau. En hinsvegar er félaginu leyft að eiga hlutabréf sjálfs sín, alt að 10% af hlutafénu, án frekari skilyrða, og með leyfi atvinnumálaráðherra, ef meira er. Og það skiftir eigi máli, hvernig félagið eignast bréfin, hvort það tekur þau upp í skuld, kaupir þau eða leysir þau til sín til að ógilda þau. Einu sinni á ári á að tilkynna til skrásetningar eign félagsins í sjálfs sín bréf- um og greina á hana á sérstökum lið á efnahagsreikn- ingnum. Eg hygg, að hér séu félaginu gefnar altof frjáls- ar hendur og það að þarflausu. Með þessu móti getur fé- lagið með mjög hægu móti lækkað hlutaféð um ]/io hluta og skuldheimtumennina getur munað um það. Og ef atvinnumálaráðuneytið verður tillátssamt um leyfi til

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.