Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Qupperneq 37

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Qupperneq 37
Tímarit lögfvæðinga og hagfræðinga. 31 1919 rak svo langt, að 246 bls. af A-deild, sem öll nam 255 bls., kom út í e i n u lagi, með öll lög þess árs í einni bendu. B-deildin kom það ár út í 4 heftum. Og fyrst í 4. heftinu var getið 64 nýrra laga, og það hefti var þó ekki prentað fyr en — 11. febrúar 19 2 0, 4Va mánuði eftir útkomu fyrstu laganna, sem heftið getur um frá árinu 1919. Hér við bætist, að heftin koma eigi fyrir almenn- ingssjónir fyr en nokkrum vikum og jafnvel mánuðum eftir prentun þeirra; 4. hefti B-deildar 1919 var t. d. eigi borið út fyr en 17. mars 1920. Fyrstu lögin 1919 eru bráðabirgðarlög um innflutn- ingsgjald af síldartunnum og efni í þær. Konungur und- irskrifaði þau 6. mars, en það var eigi getið um þau í B-deild fyr en 26. maí, og heftið, sem gat þeirra, var tkki borið út fyr en í júlí. þau lög, og mörg fleiri það ár, gengu í gildi með undirskrift konungs. Næstu lög, um breyting á tolllögunum, voru undirskrifuð af konungi 12. ágúst, en ekki getið í B-deild fyr en 30. okt., og heftið ekki borið út fyr en 11. desbr., en lögin tóku þó gildi 12. ágúst. — Lögin um forkaupsrétt á jörðum eru frá 28. nóv. 1919, en voru eigi birt í B-deild fyr en 11. febr. 1920. þau flytja mikilsverð nýmæli um kauprétt sveitar- félags til jarðar, er losnar úr sjálfsábúð. Hefði þeirra verið getið í B-deild, segjum 11. desbr. 1919, þá hefðu þau gengið í gildi 5. mars 1920. En nú var þeirra ekki getið fyr en 11. febr. 1920, og tóku því eigi gildi fyr en 6. maí það ár, eða um 2 mánuðum eftir að þau hefðu mátt taka gildi. Gæti hugsast, að öðru vísi hefði íarið en skyldi um einhverja góðjörðina fyrir bragðið. Sá kostur fylgir að vísu nýbreytninni, að hægara er að halda tíðindunum saman með því móti. En hann er °f dýru verði keyptur, enda mætti senda starfsmönnum íúmennings tíðindin á lausum blöðum, eins og fyr, og &íðan senda þeim þau heft. L. H. B.

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.