Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Síða 39
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 33
því, að útgefandi skyldi ekki endast til að gefa út safn
það, sem höfundurinn hafði lokið við. Veldur eftir-
sjá minni bæði það, að í því safni var öllum gildum — og
að eins gildum — lögum ætlað sæti, og svo hitt, að eg
veit engan einn núlifandi lagamanna jafnfæran próf. Ein-
ari til að standa fyrir slíku verki.
En ekki tjáir að sakast um orðna hluti. Heldur verð-
ur að reyna að bæta úr brestunum. Og mætti gera það
með ýmsu móti. í Svíþjóð eru aðallögin (Sveriges rikes-
lag) gefin út árlega með nýjum viðaukum og úrfelling-
um. Og væri það sennilega ákj ósanlegasta úrræðið. En
meðan pappír og prentun er jafndýr og hér gerist enn,
er ekki við því að búast, að slík nýjung yrði tekin upp
hér. Og væri þá sennilega ekki líklegra bjargráð fyrir
hendi, en að gefa sem fyrst út það, sem eftir er óprent-
að af safni próf. Einars, með ítarlegri efnisskrá, og
hraða jafnframt sem mest má verða „Lagaskrá"
þeirri, sem lagadeildin hefir unnið að í nokkur ár.
Vildi eg mega beina þessari áskonm til þeirra, er
hlut eiga að máli, og jafnframt vekja athygli ríkisstjóm-
arinnar á því, hvort ekki mundi mega hlaupa undir bagga
með útgefanda að lagasafni próf. E. A., ef fjárþröng
kynni að hafa tafið útgáfu síðara bindisins. L. H. B.
3