Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Síða 40

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Síða 40
Hagfræði — Talfræði. pað geta varla verið skiftar skoðanir um það, að V>að sé mjög óheppilegt, að tvær ólíkar fræðigreinar séu nefndar einu og sama nafni. pað er hætt við, að það verði til þess að rugla hugmyndir manna um þær, svo að þeim verði blandað saman, og að af því leiði ýmis- konar misskilning. En þannig er nú ástatt um orðið h a g f r æ ð i í íslensku máli um þessar mundir. Upphaf- lega var það eingöngu notað um þá fræðigrein, sem á útlendum málum er nefnd s t a t i s t i k, en nú orðið er það líka notað jöfnum höndum um þá fræðigrein, sem á útlendum málum er nefnd ökonomia (economics, Wirtschaftslehre). það virðist því ekki vanþörf á að íhuga, hvernig komast megi hjá þessu tvíræði. Liggur þá nærri að athuga, hvaða skilningur hefir verið lagður í orðið statistik á ýmsum tímum og hvaða skilningur hefir verið lagður til grundvallar við þýðingu þess á íslensku. Orðið statistik ætla menn að sé myndað af ítalska orðinu s t a t o, sem meðal annars táknar bæði ríki og ástand, eða öllu heldur af orðinu s t a t i s t a, sem af því er leitt og þýðir stjórnmálamaður. þessi fræðigrein var líka upphaflega skoðuð svo sem almenn ríkislýsing eða samsafn af þeim fróðleik um ríkið, sem stjómmála- menn varðar. pannig var hún iðkuð við háskólana á þýskalandi á 18. öld og alt fram um miðbik 19. aldar. Hefir sú fræði því verið nefnd háskólastatistik, eða Göttingerstatistik, vegna þess, að helstu forkólfar henn- ar voru háskólakennarar í Göttingen (Achenwall og Schlözer). En allmjög var hún frábrugðin statistik nú- tímans. Hún sótti efni víðsvegar að, frá sagnfræði, land-

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.