Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 40
Hagfræði — Talfræði. pað geta varla verið skiftar skoðanir um það, að V>að sé mjög óheppilegt, að tvær ólíkar fræðigreinar séu nefndar einu og sama nafni. pað er hætt við, að það verði til þess að rugla hugmyndir manna um þær, svo að þeim verði blandað saman, og að af því leiði ýmis- konar misskilning. En þannig er nú ástatt um orðið h a g f r æ ð i í íslensku máli um þessar mundir. Upphaf- lega var það eingöngu notað um þá fræðigrein, sem á útlendum málum er nefnd s t a t i s t i k, en nú orðið er það líka notað jöfnum höndum um þá fræðigrein, sem á útlendum málum er nefnd ökonomia (economics, Wirtschaftslehre). það virðist því ekki vanþörf á að íhuga, hvernig komast megi hjá þessu tvíræði. Liggur þá nærri að athuga, hvaða skilningur hefir verið lagður í orðið statistik á ýmsum tímum og hvaða skilningur hefir verið lagður til grundvallar við þýðingu þess á íslensku. Orðið statistik ætla menn að sé myndað af ítalska orðinu s t a t o, sem meðal annars táknar bæði ríki og ástand, eða öllu heldur af orðinu s t a t i s t a, sem af því er leitt og þýðir stjórnmálamaður. þessi fræðigrein var líka upphaflega skoðuð svo sem almenn ríkislýsing eða samsafn af þeim fróðleik um ríkið, sem stjómmála- menn varðar. pannig var hún iðkuð við háskólana á þýskalandi á 18. öld og alt fram um miðbik 19. aldar. Hefir sú fræði því verið nefnd háskólastatistik, eða Göttingerstatistik, vegna þess, að helstu forkólfar henn- ar voru háskólakennarar í Göttingen (Achenwall og Schlözer). En allmjög var hún frábrugðin statistik nú- tímans. Hún sótti efni víðsvegar að, frá sagnfræði, land-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.