Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Page 41

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Page 41
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 35 fræði, ríkisrétti o. s. frv., en þar sem lítið var um taln- ingar og töluskýrslur um þær mundir, þá varð fram- setningin að mestu leyti frásögn í orðum, en aðeins að litlu leyti í tölum. En eftir byrjun 19. aldarinnar fóru upinberar talningar (svo sem manntöl) að verða tíðari og meira um töluskýrslur, svo að margt mátti nú ákveða með tölum, sem áður voru aðeins til um meir eða minna lauslegar ágiskanir. Fór nú að verða meira um, að notaðar væru tölur við ríkislýsingarnar og loks varð sú framsetning alveg ofan á. Smátt og smátt breyttist því merkingin í orðinu statistik þannig, að það táknaði einungis ríkislýsingu í tölum. Rann þá saman við statis- tikina fræðigrein, sem stunduð hafði verið, einkum á Englandi, á 17. og 18. öld, og nefnd var p ó 1 i t i s k aritmetik eða borgaraleg talnafræði. Fékst hún við. ýmiskonar útreikninga, einkum viðvíkjandi mannfjölda og manndauða, og athugaði þá reglufestu, er virtist ríkja í þeim efnum. Líktist hún öllu meir statistik nútímans lieldur en háskólastatistikin þýska. Var nú farið að leggja meiri áherslu á aðferðina, sem notuð var til þess að afla upplýsinganna, og víkkaði þá aftur merkingin í orðinu statistik, þannig, að það var notað um allskonar upplýsingar, sem fundnar voru við talningar og flokkun, onda þótt þær snertu ekki ríkið eða þjóðfélagið. þannig er orðið statistik notað um ýmsar töluupplýsingar í veð- urfræði, mannfræði, líffræði, sálarfræði og jafnvel eðlis- fræði. En jafnframt er það líka notað um aðferðina sjálfa til þess að afla þessara upplýsinga og fræðina um hana (statistikens teori), er setur fram grundvallarregl- urnar fyrir henni og hvernig hún skuli framkvæmd með kestum árangri undir mismunandi skilyrðum. Um miðja 19. öld þýddi Sveinn Skúlason þann hluta, sem hljóðar um fsland, í ritinu „Den danske Stats ^tatistik), eftir A. F. Bergsöe, háskólakennara í Kaup- Wannahöfn. Nefnir hann það „Lýsing íslands. Kafli úr ríkisfræði" (prentað 1853). Ritar hann inngangsorð fyr- u' því, er hann kallar „Fáein orð um helstu greinir rík- 3*

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.