Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 42
36 Tímarit logfræðinga og hagfræðinga.
isvísindanna“. Meðal ríkisvísindanna telur hann ríkisfræð-
ina eða ríkislýsinguna (statistik), er kenni, að hve miklu
leyti tilgangi ríkisins sé náð á vissum tilteknum tíma.
Segir hann, að réttast væri, ef það væri ekki svo stirt,
að kalla þessa vísindagrein ríkishagsfræði. Telur hann
upp þau efni, er hún hljóði um, en það er í stuttu máli
um landið sjálft, mannfjöldann og atvinnuvegina, og ráð-
stafanir stjórnarinnar, sem annaðhvort stuðla til þess eða
tálma því, að velmegun og hagsæld ríkisins aukist. það
er auðséð, að það er háskólastatistikin þýska, sem héi
er fyrirmyndin.
Nokkni síðar (1857) ritar Arnljótur Ólafsson um
„Landshagsfræði Islands, efni hennar og niðurskipun“, í
Skýrslur um landshagi á Islandi, sem Bókmentafélagið
var þá nýlega farið að gefa út. Byrjar hann ritgerðina
með þessari skilgreiningu: „Hagfræðin er skýring á hög-
um lands og lýða, framsögð í tölum“. Hér er sú breyt-
mg á orðin, að áhersla er lögð á töluframsetningu, en
við myndun nafnsins á fræðigreininni kemur þó ekki sú
breyting í ljós. Nafnið er þýðing á orðinu statistik, þó
þannig, að gengið er út frá merkingunni ástand, en ekki
ríki í orðinu „stato“. Islenska orðið hagur er hér tekið
í merkingunni ástand, og hagfræði er hér því sama sem
ástandsfræði. Enda þótt skilgreiningin takmarki umdæmi
fræðigreinarinnar við hagi lands og lýða, þá liggur sú
takmörkun ekki í nafninu, og það gæti þess vegna eins
átt við hvers konar statistik, sem ekki íjallaði um hagi
lands og lýða. Yfirleitt er orðið svo óákveðið, að það gæti
átt við allskonar lýsingar á hverju sem er, en það er
þó ekki svo mikill ókostur, því að auðvitað fær orðið við
notkunina sína ákveðnu merkingu, og það er ekki við því
að búast né heldur þörf á, að heiti sé fullkomin skil-
greining. Orðið hagfræði er líka stutt og laggott, og þar
sem það hefir ávalt verið notað um þessa fræðigrein, og
í samræmi við það hafa verið mynduð önnur orð, sem
eingöngu snerta hana, svo sem hagskýrslur og hagstofa,