Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Page 43

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Page 43
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 37 þá gæti það virst kynlegt, að vilja fara að hrófla við því nú. En eins og tekið var fram í byrjun, hefir orðið hag- fræði líka verið notað um aðra fræðigrein, og einkum er >að orðið mjög algengt á síðari tímum. pað er auð- velt að gera sér grein fyrir, hvernig á þessu stendur. ís- lenska orðið „hagur“ er tvírætt, þar sem það merkir bæði ástand og ávinningur eða hagnaður. Fyrri merk- ingin er höfð í huga, þegar orðið hagfræði er látið þýða statistik, en hin síðari, þegar það á að þýða ökonomia. þó að það kæmi nú stöku sinnum fyrir, að orðið hagfræði væri notað í þessari síðari merkingu jafnframt því, sem það væri alment notað í fyrri merkingunni, þá væri að vísu ekki mikill skaði skeður. En nú má svo heita, að hagfræði sé orðið algengasta heitið á ökonomiu á ís- le.nsku. Tveim ólíkum fræðigreinum er þannig blandað saman með því að nefna þær sama nafni. Er slíkt alveg óviðunandi og ætti ekki að haldast til frambúðar. En hvernig á þá að greiða úr flækjunni? Annað- hvort verður að nota orðið eingöngu um statistik og hætta að nota það um ökonomiu, eða þá að nota það eingöngu um ökonomiu og taka upp annað nafn á statistik. 1 fljótu bragði virðist nú statistikin eiga forgangsréttinn að þessu heiti, þar sem hagfræði er svo að segja eina nafn- ið, sem notað hefir verið á íslensku um þá fræðigrein, en um ökonomiu hafa auk þess verið notuð ýms önnur heiti, svo sem þjóðmegunarfræði, auðfræði og viðskifta- fræði, en það heitið, sem beinast lægi við og eðlilegast væri, hefir þó ekki verið notað um' þá fræðigrein. pað er orðið búfræði. það hefir nú í málinu fengið aðra þrengri merkingu, þ. e. fræði um sveitabúskap, sem orð- in er svo föst, að varla mun gerlegt að hagga við henni. Reyndar væri hér ekki um neina gerbreytingu að ræða, heldur aðeins um útvíkkun á merkingu orðsins búfræði, því að sveitabúfræðin' (sem nú er nefnd búfræði ein- göngu) fellur líka undir almenna búfræði eða ökonomiu. Og sú útvíkkun ætti jafnvel ekki að vera ókleif, því að

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.