Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Síða 44

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Síða 44
38 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. orðin bú og búskapur ei*u líka oft notuð í víðari merk- ingu heldur en sveitabú og sveitabúskapur (t. d. að reisa bú, skifta búi, landsbúskapur, þjóðbúskapur). En það er hætt við, að það mundi reynast erfitt að fá heiti búfræð- innar, sem nú er nefnd svo, nánar ákveðið, svo sem sveitabúfræði, eða eitthvað því líkt. Samt er ekki loku skotið fyrir, að nota mætti jafnframt orðið þjóðbúfræði sem þýðing á nationalökonomiu (political economy, Volks- v/irtschaftslehre). En jafnvel þótt sleppa yrði búfræð- inni, þá væri ekki frágangssök að nota önnur heiti. þjóð- megunarfræði, sem notað hefir verið síðan um miðja 19. öld, og náð hefir nokkurri útbreiðslu, er að vísu ekki vel heppilegt og einkum illa lagað til þess að mynda af því önnur samsett orð, en notast má þó við það. pá er og auðfræði líka allvel nothæft, enda þótt það sé ekki hið ákjósanlegasta. pað er því ekki svo sérlega mikill hörgull á heitum handa þeirri fræðigrein, að þess vegna þyrfti að seilast eftir handa henni því heiti, sem statistikin hef- ír hefir áður hlotið. Samt sem áður hygg eg, að ekki sé heppilegt að vera að reyna að halda í heitið hagfræði fyr- ir statistikina, heldur sé betra að sleppa því við öko- nomiuna, hvoif sem hún kann að hafa þörf fyrir það eða ekki. Og ástæðan til þess er sú, að það virðist svo, sem orðið hagfræði minni menn frekar á merkinguna hagnað- ur í orðinu hagur, heldur en á merkinguna ástand. Nokkuð styðst þetta líklega við það, að til eru ýmsar aðrar samsetningar af orðinu hagur, sem benda í þessa átt, svo sem hagsýnn, hagkvæmur, hagnýtur, hagsmun- ír. það virðist því vera meira lifandi samband milli orðs- ins hagfræði og ökonomia, heldur en milli þess og statistik, svo að jafnvel þótt menn ætluðu að halda því eingöngu um statistik, þá er mjög hætt við, að það mundi iðulega verða misskilið og tekið sem ökonomia eigi að síður. En ef sleppa á orðinu hagfræði sem heiti á statistik, hvað á þá að koma í staðinn? Að taka upp orðið statistik óbreytt væri að visu ekki frágangssök, því að það er enginn ókostur að hafa alþjóðaorð í málinu, og orðið

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.