Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Qupperneq 46

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Qupperneq 46
40 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. t. d. um guðfræði og goðafræði, málfræði og mælifræði, hljóðfræði og hljómfræði, og verður ekki vart við, að það valdi neinum vandræðum. En jafnvel þótt eitthvað megi með réttu finna að orðinu talfræði, þá hygg eg, að það sé miklu heppilegra sem heiti á statistik heldur en orðið hagfræði. porsteinn porsteinsson. Norræn lögræðislagafrumvörp. Eins og kunnugt er hefir nefnd noiTænna (danskra, norskra og sænskra) fulltrúa setið á rökstólum síðan ár- ið 1901 til að semja lagafrumvörp til sem líkastrar lög- gjafar handa þjóðum þessum á sviði 1. borgararéttar. Hefir hún samið ýms mikilvæg lagafrumvörp, og eru sum þeirra orðin að lögum. Síðustu frumvörpin, sem r.efndin hefir sent frá sér, eni frv. til laga um lögræði (á dönsku: Udkast til Lov om Umyndighed og Værge- maal), og kom það út í júlí í fyrra. Danska frv. er með nokkrum breytingum, sem engar eru stórvægilegar nema breytingarnar á 8. kapítula, orðið að lögum nr. 277, 30. júní 1922. — Skal hér sagt frá aðalefni frv. þessara og danska frv. lagt til grundvallar. Frv. þetta er í 9 kapítulum með yfirskriftunum: 1. kap. Om Umyndige, 2. kap. Om Værger, 3. kap. Om For- ældremyndighed, 4. kap. Om Myndighedens Retsvirkning- er, 5. kap. Om Værgens Beföjelser og Pligter, 6. kap. Om Lavværgemaal, 7. kap. Om Værger beskikkede til særligt Hverv, 8. kap. Om Umyndiges og Sindsyges Erstatnings- ansvar og Sindsyges Retshandler, og 9. kap. Forskellige Bestemmelser og Overgangsbestemmelser. 1. k a p í t u 1 i. Ólögráðir (umyndige, mindreaarige) eru allir þeir, sem ekki hafa náð 21 árs aldri, svo og þeir, sem sviftir hafa verið lögræði. Lögræðisleyfi má

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.