Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Qupperneq 47

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Qupperneq 47
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 41 veita eftir d. frv. og lög. þegar sérstaklega stendur á. Eftir n. og sv. frv. eru þau óþekt, eins og hér eftir gildistöku lögræðislaganna nr. 60, frá 14. nóv. 1917. — Við nánari athugun sést þó, að um tvennskonar ,,Myndighed“ er að ræða, fjárræði og sjálfræði, þótt ekki sé gerður eins skarpur greinarmunur þar á milli eins og í lögræðisl. íslensku. Lögræðissviftingarvaldið er hjá dómstólunum, og er hægt að svifta mann lögræði þegar frá 18 ára aldri, þ. e. einnig sjálfræði eins og eftir ísl. rétti. Fer lögræðissvift- ing fram sumpart eftir beiðni þess, er sviftur er lög- ræði, sumpart gegn vilja hans eða án. í fyrra tilfellinu eru ekki gerðar eins strangar kröf- ur til vanhæfis manns til að gæta málefna sinna. Maður á ekki að geta látið gera sig ólögráðan að ástæðulausu, en þess er krafist, að hann vegna líkamsgalla (t. d. mál- leysis, sjónleysis o. s. frv.) sé „mindre skikket" til að gæta málefna sinna. Lögi’æðissvifting gegn eða án vilja þess, er svifta á iögræði, er því aðeins heimil: 1. að hann vegna geðveiki, vanþroska (Aandsvag- hed) eða annara sálarraskana, sé ófær (uskikket) til að gæta málefna sinna, eða 2. að hann vegna eyðslusemi eða annarar óforsvar- anlegrar hegðunar stofni velferð sinni eða fjölskyldu sinn- ar í voða; eða 3. að hann vegna óhóflegrar notkunar nautnameðala (víns, morfíns o. s. frv.) sé ófær til að gæta mál- tfna sinna. í n. frv. er bætt við ákvæði um lögræðissvifting manna, er njóta fátækrastyrks, ef þeir fara ráðlauslega aieð það, sem þeir hafa undir höndum. — Slík ákvæði eru í d. og sv. fátækralögunum eins og í þeim íslensku. Lögræðissviftingarúrskurði ber að þinglýsa eftir d. °g sv. frv., og hefir þinglýsingin sama gildi og hér eftir íógræðisl. — I Noregi hefir úrskurðurinn verkun frá út-

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.