Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Side 49

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Side 49
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 43 inn. Eru engin ákvæði sett um forréttindi ættingja til fjárráða að öðru jöfnu, eins og í ísl. lögunum, að frá- skildum reglunum um lögborna fjárráðamenn. Hafi for- eldri ákveðið, hver skuli vera fján’áðamaður barns þess eftir dauða sinn, ber að skipa hann, hafi foreldrið haft foreldravald yfir barninu, enda komi skipunin ekki í bága við hagsmuni barnsins. Rétt hefir maður til að skorast undan fjárráða- mannsstarfi, ef: 1. hann er fullra 60 ára að aldri. 2. hann getur ekki framkvæmt starfið án verulegra erfiðleika vegna sjúkleika eða líkamsgalla. 3. fjárráðamannsstarfið myndi valda honum erfið- leika við framkvæmd opinberrar stöðu eða starfs, sem hann hefir á hendi. 4. hann hefir á hendi tvö fjárhöld fyrir önnur börn en sín eigin. 5. hann vegna fjárhaldsins væri neyddur til að van- rækja verulega eigin málefni. Fjárráðamaður, sem þegar hefir verið skipaður, get- ur æskt lausnar frá starfinu þegar hann kemst í þær ástæður, sem nefndar eru í 1.—3. og 5. lið. Fjárhaldi ber að svifta þann mann, sem misbrúkar stöðu sína, verður gjaldþrota eða er ekki fær um að standa í stöðu sinni. Svenska frv. víkur í engu verulegu frá d. frv. að öðru leyti en því, að þar geta fleiri fjárhaldsmenn í sameiningu haft á hendi fjárhald svo sem á sér stað í ýmsum rómönskum löggjöfum. Frh. Lái us Jóhannesson. Bókafregn. F. K. Neubecker: Finnlands Eherechtsreform. Leipzig und Berlin 1921.

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.