Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Síða 50
44
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
sami: Russisches und orientalisches Ehereclit.
Leipzig und Berlin 1921.
Höfundur rita þessara er prófessor við háskólann
í Heidelberg. Hann er velmetinn og þektur vísindamað-
ur og hefir ritað margt og mikið, einkum um saman-
burðarlögfræði. öll eru rit hans samin af ekta, vönd-
uðum þýskum lærdómi, og er þó samanburðarlög-
fræðin örðug fræðigrein, því þar þarf við þekkingar
og skilnings á rétti margra þjóða og það ekki aðeins á
hinum núgildandi rétti þeirra, heidur og á sögulegri fram-
þróun hans. En auk lærdómsins virðist mér einkenna
nt þessa höfundar óvanalegur hæfileiki til að komast
að aðalatriðunum í þeim efnum, er hann ritar um, og
kryfja þau til mergjar. Enn er og sú ástæða til þess, að
hans og rita hans sé getið hér á landi, að hann les ís-
l^nsku, hefir áhuga á íslenskri lögfræði og fylgist vel
með því, sem gerist í lagasetningu vorri, enda minnist
hann í sumum ritum sínum á íslenskan rétt. En eins og
allir vita, er okkar ekki víða getið í ritum erlendra laga-
manna, annara en germanskra réttarsögumanna. Próf.
Neubecker er nú að gefa út þýska útgáfu af hinu mikla
og ágæta riti Tore Alméns um norrænu lögin um lausa-
fjárkaup, sem margir íslenskir lagamenn kannast við.
Ritin, sem nefnd eru í fyrirsögn þessarar greinar,
eru gefin út í ritsafni, er Austurevrópustofnunin í Breslau
gefur út. Fyrnefnda ritið er um finskt frumvarp til
laga um lögfylgjur hjónabands. Finnar tóku ekki, frem-
ur en vér, þátt í samvinnu Norðurlandaþjóðanna um ný
hjúskaparlög. En eins og vér nutu þeir góðs af henni og
m. a. hafa þeir samið lagafrumvarp um lögfylgjur hjóna-
bands, sniðið að mestu eftir sænsku lögunum. Ritið fjall-
ar um þetta frumvarp. En jafnframt gerir höf. í fyrri
hluta ritsins mjög skilmerkilega grein fyrir aðalatriðun-
um í norrænu frumvörpunum. Er þar sérstaklega fróð-
legur kaflinn um óskift bú norsks og dansks réttar og
svipaða tilhögun í sænskum rétti. Eins og kunnugt er
hafa skoðanir orðið mjög skiftar meðal lögfræðinga, um