Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Blaðsíða 50
44 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. sami: Russisches und orientalisches Ehereclit. Leipzig und Berlin 1921. Höfundur rita þessara er prófessor við háskólann í Heidelberg. Hann er velmetinn og þektur vísindamað- ur og hefir ritað margt og mikið, einkum um saman- burðarlögfræði. öll eru rit hans samin af ekta, vönd- uðum þýskum lærdómi, og er þó samanburðarlög- fræðin örðug fræðigrein, því þar þarf við þekkingar og skilnings á rétti margra þjóða og það ekki aðeins á hinum núgildandi rétti þeirra, heidur og á sögulegri fram- þróun hans. En auk lærdómsins virðist mér einkenna nt þessa höfundar óvanalegur hæfileiki til að komast að aðalatriðunum í þeim efnum, er hann ritar um, og kryfja þau til mergjar. Enn er og sú ástæða til þess, að hans og rita hans sé getið hér á landi, að hann les ís- l^nsku, hefir áhuga á íslenskri lögfræði og fylgist vel með því, sem gerist í lagasetningu vorri, enda minnist hann í sumum ritum sínum á íslenskan rétt. En eins og allir vita, er okkar ekki víða getið í ritum erlendra laga- manna, annara en germanskra réttarsögumanna. Próf. Neubecker er nú að gefa út þýska útgáfu af hinu mikla og ágæta riti Tore Alméns um norrænu lögin um lausa- fjárkaup, sem margir íslenskir lagamenn kannast við. Ritin, sem nefnd eru í fyrirsögn þessarar greinar, eru gefin út í ritsafni, er Austurevrópustofnunin í Breslau gefur út. Fyrnefnda ritið er um finskt frumvarp til laga um lögfylgjur hjónabands. Finnar tóku ekki, frem- ur en vér, þátt í samvinnu Norðurlandaþjóðanna um ný hjúskaparlög. En eins og vér nutu þeir góðs af henni og m. a. hafa þeir samið lagafrumvarp um lögfylgjur hjóna- bands, sniðið að mestu eftir sænsku lögunum. Ritið fjall- ar um þetta frumvarp. En jafnframt gerir höf. í fyrri hluta ritsins mjög skilmerkilega grein fyrir aðalatriðun- um í norrænu frumvörpunum. Er þar sérstaklega fróð- legur kaflinn um óskift bú norsks og dansks réttar og svipaða tilhögun í sænskum rétti. Eins og kunnugt er hafa skoðanir orðið mjög skiftar meðal lögfræðinga, um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.