Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Síða 52

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Síða 52
46 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. Germönsk réttarsaga er orðin umfangsmikil fræði- grein. Ótal rit og ritgerðir eru til um ýms efni hennar. Flest eru það þó rannsóknir á einstökum atxáðum, en fátt er til af almennum yfirlitsritum. Merkasta ritið þess efnis er hin ágæta ritgerð Karls v. Amira, Grundriss des germ. Rechts in Pauls Grundr. der germ. Philologie. Hér kemur annað ágætt yfirlitsrit, þar sem er þetta rit próf. V. Schwerin, þótt það sé á nokkuð öðru sviði en rit v. Amira. Höf. er prófessor við háskólann í Freiburg og einn af helstu fræðimönnum þjóðverja í germanski'i rétt- arsögu, þeiiTa er nú enx uppi. Hann segist ætla ritinu að vei'a leiðarvísir fyrir byrjendur í germ. réttarsögu, leið- arvísir um hlutverk hennar og starf. Hann gerir fyrst grein fyrir hugtaki og hlutverki réttai’sögunnar, og þá sérstaklega germanskrar réttarsögu. því næst skýi-ir hann frá heimildum hennar, bæði beinum og óbeinum, hverjar þær séu, hvernig eigi að meta þær og gildi þeirra, og hvei’nig hægt sé að finna réttarreglur, sem heimildir geta eigi um, af sambandi réttar þeirrar þjóðar við rétt skyldra þjóða, og loks gefur hann yfirlit yfir hverjar séu íjðstoðar- og aukavísindagreinir (Hilfs- und Nebenwissen- schaften) réttarsögunnar. Efnið er skipulega framsett og af miklum lærdómi, og hvervetna eru nefnd öll helstu rit um hvei-t atriði, auk þess sem aftast í bókinni er yfirlit yfir bókfræði germanskrar réttarsögu. Bókin er ágætur leiðarvísir fyrir hvei’n þann, er leggja vill stund á germanska réttarsögu. Hér er ekki rúm til að lýsa riti þessu nánar, þó það sé þess vert. Höfundurinn minn- ist þar á ýms ati’iði, er beint sneila íslenska réttarsögu, og er lítið við það að athuga. þó hefði hann gjarnan mátt hafa tilvitnanir sínar í i’it um ísl. réttarsögu nokkru fyllri og nefna hefði hann mátt þá Ax’a og Snorra meðal sagnai’itaranna (bls. 67), ekki síður en þá Adam af Bi’im- um, Rimbertus, Saxo Gi’ammatikus og Theodoricus Mon- achus. Ó. L.

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.