Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.10.1922, Qupperneq 54
48 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
einstaklingar kaupi það frá upphafi, en lagamenn geta
naumlega varið 12 kr. á ári betur til annars en til að
kaupa það eftir því, sem það kemur út. L. H. B.
Nordisk Statistisk Tidskrift heitir tímarit, sem
nýlega er farið að gefa út í Svíþjóð. Hefir komið
af því fyrsta heftið, sem er 12 arkir að stærð, en
gert er ráð fyrir, að árgangurinn verði 4 hefti og
kosti 25 krónur (sænskar). Útgefandinn heitir Thor
Andersson dr. phil. í Strángnás. Ritið fjallar auð-
v'tað, eins og nafnið bendir til, um norræna talfræði, en
er þó eigi einskorðað við Norðurlönd, enda birtast í því
ritgerðir bæði á ensku og þýsku, auk Norðurlandamál-
anna. Hafa nafnkendir erlendir talfræðingar, svo sem
þlóðverjinn Bortkiewicz og Rússinn Tschuprow, ritað
greinar í fyrsta heftið. Auk ýmsra greina snertandi
noiræna talfræði, eru í fyrsta heftinu nokkrar ritgerðir
um talfræðiaðferðina alment og samband talfræðinnar við
aðrar vísindagreinar (náttúruvísindi, fornfræði, líffræði
og sagnfræði), eða notkun talfræðiaðferðarinnar í þess-
um vísindagreinum. Ennfremur eru í heftinu rækilegir
dómar um nokkrar nýlegar kenslubækur í talfræði og
aðrar talfræðibækur, og loks skrá um nýjustu opinberar
hagskýrslur á Norðurlöndum í hverri grein, raðað eft-
ir efni.
I hefti þessu er ein grein um íslenska talfræði, er
nefnist Den islandske' Statistiks Omfang
o g V i 1 k a a r, eftir porstein þorsteinsson hagstofu-
stjóra. Er þar skýrt frá efni íslensku hagskýrslnanna
og hvernig þær eru til orðnar. Hefir grein þessi áður
birst í skýrslu um norræna talfræðingafundinn, sem hald-
inn var í Kaupmannahöfn í fyrra sumar. Var höf. boð-
ið á fundinn, en hann gat ekki mætt þar, og sendi því
greinina. p. p.