Dýraverndarinn - 01.05.1979, Side 4
Aldarminning
• •
Jóhann O. Oddsson
„Dýraverndarinn" hejiir á sinni 65 ára löngu
œvi átt því láni aðI fagna, að margir mcetir og
duglegir menn hafa lagt honum lið og rétt
fram hjálpandi hendur. Á engan verður hall-
að þótt sagt sé, að einn þeirra allrabestu
hafi verið Jóhann Ogm. Oddsson, sem dreif
blaðið upp úr öldtidal og kom kaupendatöl-
unni upp í rúm 4000 á kreppuárunum 1920-
’22. Er það öruggt, að þá kom Jóhann fótunum
undir blaðið og hjálpaði því kornungu yfir erf-
iðasta byrjunar-hjalla^i. — í afmcelisblaði dýra-
verndunarsamtakanna 1964,segir ritstjóri Dýra-
verndarans, sem þá var Guðm. G. Hagalín, um
Jóhann:
„Greinar ritstjórans voru einarðar, röggsam-
legar og hugsun skýr og rökföst, en einhverjar
raunsæjustu og harðvítugustu greinarnar komu
frá afgreiðslumanni blaðsins, Jóhanni Ogmundi
Oddssyni, auk þess sem hann reyndist mjög
áhugasamur og virkur um afgreiðslu blaðsins.
Strax í annað tölublað 1. árg. skrifar hann grein
um félagið og segir, að þegar það hafi vaxið
svo, að félagatalan sé orðin 2-300, geti það
byggt hesthús og selt ferðamönnum hey og skýli
handa hestum sínum við vægu verði, þegar
það hafi fengið 3-400 félaga, sé það þess megn-
ugt að koma sér upp húsi handa hundum ferða-
manna, og þá er félagatalan sé orðin eitt til tvö
þúsund, sé því kleift að reisa sjúkraskýli fyrir
vanaða eða meidda hunda og hesta og önnur
dýr, svo að þau geti notið þar hjúkrunar góðra
manna. Það var ekki á Jóhanns færi að auka
félagatöluna svo sem hann taldi nauðsynlegt, en
honum tókst undrafljótt með sendibréfum og
lögeggjunum í blaðinu að afla því kaupenda.
Hann efndi til eins konar keppni. Eftir fyrsta
árið voru kaupendur orðnir 1600, og þá skýrir
Jóhann frá því, að Friðjón Sigurðsson verslun-
armaður á ísafirði hafi útvegað 50 kaupendur.
Hann segir síðan: „Hver vill keppa við hann?
Nýir útsölumenn óskast." í seinasta blaðinu
1916 segir hann, að upplag Dýraverndarans
verði hækkað í 3000. Það ár var samt blaðið 6
arkir í stað fjögurra, en verðið þó sama og áður.
Þá getur hann þess, að Sigurður S. Skagfeld, bú-
fræðingur í Brautarholti í Skagafirði, hafi þeg-
ar útvegað blaðinu á annað hundrað kaupend-
ur, og hann skorar á ungar stúlkurr að láta
ekki piltana verða drýgri um öflun kaupenda.
Og víst er um það, að Jóhann kom kaup-
endatölunni upp í rúm 4000. Var starf Jóhanns
blaðinu ómetanlegur styrkur, en því miður
treystist hann ekki til að halda áfram störfum
sínum í þágu þess nema átta fyrstu árin, sem
það var gefið út, þar eð þá var hann orðinn
önnum kafinn fyrir Stórstúku íslands, hafði
meðal annars á hendi fyrir hana afgreiðslu og
útbreiðslu Templars og barnablaðsins Æskunn-
ar ...
Við afgreiðslu blaðsins tók, þegar Jóhann lét
af henni Þorleifur Gunnarsson, forstjóri Fé-
lagsbókbandsins, sem var mikill dýravinur og
reyndist reglusamur um útsendingu og inn-
heimtu blaðsins, þótt ekki væri hann jafn-
áhrifamikill eldhugi og Jóhann."
Jóhann Ogmundur Oddsson var fæddur í
Oddgeirshólum í Flóa 12. febrúar 1879 og and-
aðist 25. október 1964. Foreldrar hans voru Sig-
ríður Jónsdóttir og Oddur Ogmundsson bóndi.
Kvæntur var Jóhann Sigríði Halldórsdóttur
frá Stokkseyrarrseli. Hún andaðist árið 1947.
G.H.
DÝRAVERNDARINN
<a^£) S^£) S^£> G^£) S^9S^£)S^%£) <5^9 S^%9S^£) S^£) 6^96^9 S^£)