Dýraverndarinn - 01.05.1979, Side 10
Dýrin og við
KATTAFÁR
(Infectious feline entertitis)
Kattafár er vírussjúkdómur er
getur lagst á öll dýr innan katta-
fjölskyldunnar (Felines). Hann er
einn skæðasti og útbreiddasti
sjúkdómur katta um allan heim.
Til glöggvunar á því hvað þessi
sjúkdómur er skæður ætla ég í
stuttu máli að rifja upp sögu vír-
usins. Oldum saman höfðu menn
vitað að hinir ýmsu sjúkdómar
höfðu ákveðnar orsakir en það var
ekki fyrr en á 19. öld með tilkomu
smásjárinnar að bakterían var
greind. Menn vissu þó að bakterí-
an var ekki orsök allra sjúkdóma
og því hlaut að vera til önnur
veira.
Vírusinn var uppgötvaður í
byrjun þessarar aldar en menn
vissu lítið um hann þar til raf-
eindasmásjáin komst á markaðinn.
Vírusinn er aðeins brot af stærð
bakteríunnar. Hann er ekki „lif-
andi" veira. Hann er aðeins virk-
ur og getur aðeins fjölgað sér inn-
an lifandi fruma og fjölgar sér
þá afar ört. Þar sem vírusinn er
enn „ungt" fyrirbæri læknavís-
indanna er ekki ennþá fundið upp
lyf gegn honum. Þó hafa verið
búin til bóluefni gegn ýmsum vír-
ussjúkdómum og er það eina að-
ferðin til að halda vírussjúkdóm-
um niðri.
Kattafár er vírussjúkdómur og
afar bráðdrepandi. Hann kem-
ur upp sem faraldur rrfeð vissu
millibili og fáir óbólusettir kettir
komast þá undan honum. Hann
leggur helst mjög unga og á hinn
bóginn gamla ketti að velli.
Hraustir kettir á besta aldri virð-
ast oft lifa sjúkdóminn af. Kettir
sem hafa fengið kattafár og lifað
það af eru ónæmir frá sjúkdómn-
um upp frá því.
Kattafár getur lýst sér á ýms-
an hátt. Uppköst og niðurgangur
með blóði eru aðaleinkennin.
Ælan er oftast gulleit. Sjúkdóm-
urinn er stundum svo bráðdrep-
andi að eigandi getur fundið kött-
inn sinn dauðan að morgni án þess
að orðið hafi vart við að hann
væri veikur kvöldið áður. Oftast
eru kettirnir fárveikir í 2-6 daga.
Á því tímabili deyr kötturinn eða
byrjar að ná sér hægt. Meðan kött-
urinn er veikur getur hann lítið
sem ekkert nærst og ælir öllu sem
reynt er að koma niður í hann.
Líkaminn þornar því fljótt upp og
lífslíkur minnka. Fúkkalyf duga
ekkert gegn vírussjúkdómum en
eru þó notuð til varnar öðrum
kvillum er orsakast af bakteríum
þar sem veikburða köttur er afar
móttækilegur fyrir þeim.
Þrúgusykurvatn og hreint soð-
ið vatn er helsta næringin sem
gefa skal þar til kötturinn hættir
að æla. Mín reynsla er sú að allt
annað, t. d. fisksoð og kjötsoð geri
illt verra. Stafar það eflaust af
saltinu í soðinu, en það virðist
auka uppköstin.
Þegar kötturinn er á batavegi
skal gefa honum létta en næringar-
ríka fæðu. Máltíðirnar fyrstu dag-
ana skulu vera litlar ca. 20-30 gr.
4-5 sinnum á dag á meðan melt-
ingarstarfsemin er að komast í lag.
Ágætt er að gefa fisk, rækjur og
hænsnakjöt. Annað kjöt og katta-
matur úr dós er ekki æskilegur.
Gefa má barnamat og einnig 1-2
dropa af ungbarnavítamíni dag-
lega.
Ég vil hvetja kattaeigendur til
að láta bólusetja ketti sína frá 2-3
mánaða aldri og viðhalda bólusetn-
ingunni á 2-3 ára fresti.
Nýir trúnaðarmenn
BORGARHREPPUR,
Mýrasýslu:
Þorkell Fjelsted, Ferjtikoti.
SKARÐSHREPPUR,
Dalasýslu:
Valdís Þórðardóttir, Búðardal.
HÓLAHREPPUR,
Skagafjarðarsýslu:
Björn Ragnarsson, Nautabúi,
Hjaltadal.
BARÐASTANDARHREPPUR,
V.-Barðastrandarsýslu:
Gunnar Már, Gunnarsson,
Aðalstrceti, Patreksfirði.
REYKHÓLAHREPPUR,
A.-Barððastrandarsýslu:
Finnur Kristjánsson,
Skerðingsstöðum, Reykhólasv.
ÞVERÁRHREPPUR,
V.-Húnavatnssýslu:
Sigurður Halldórsson,
Efri-Þverá.
10
DÝRAVERNDARINN