Dýraverndarinn - 01.05.1979, Page 11
Þrastahreiður í bíl
Það var á mótum vors og sumars
árið 1976, að við sem störfuðum
við bú Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar að Rangárvöllum, í hlíð-
inni ofan við Akureyrarbæ, veitt-
um því athygli að þrastahjón voru
á sífelldu flögri við dyrnar á svína-
búinu. Þarna stóð tankbíll að stað-
aldri, utan þess að einu sinni hvern
da& var sótt á honum undan-
tenna niður í mjólkursamlagið,
handa svínunum. Það starf ann-
aðist Eyþór Jóhannsson.
Af tilviljun sá hann að á lít-
>11 i sillu í undirvagninum, höfðu
þrestirnir gert sér hreiður og
voru í því fimm egg.
Nú voru góð ráð dýr. Bílinn
þurfti að nota. Hinsvegar þótti
°kkur illa farið, ef það yrði til
þess, að eyðileggja heimili þess-
ata yndislegu fugla sem sýnilega
treystu okkur og trúðu til alls góðs.
Það varð fangaráð Eyþórs, að
hann breiddi ullarlagð yfir eggin,
þegar hann þurfti að hreyfa bílinn,
er> fjarlægði hann að ferð lokinni.
Þetta gekk að óskum og engu
s'ður eftir að ungarnir fimm skriðu
ur eggjunum. Ekki var hægt að sjá
að þrestirnir ærðust, þegar Eyþór
°k úr hlaði, en fljótir voru þeir
að vitja síns heima þegar bíllinn
var kominn á sinn stað aftur.
í*að var með ólíkindum hve
Utlgarnir uxu, enda voru foreldr-
arntr iðnir að bera að þeim og
hundu ekki vinnutímann við
klukku. Þar kom að svo þröngt
gerðist í hreiðrinu, að við óttuð-
dýraverndarinn
umst að ungarnir færu að hrynja
úr því einhvers staðar niður á
Þingvallastræti. Svo fór þó ekki.
Einn morgun, þegar ég kom
snemma á vettvang, sást enginn
þröstur við bílinn og hreiðrið
var tómt. Þegar ég fór að svipast
um eftir fuglunum, sem gátu varla
verið komnir langt, varð ég þeirra
var í spítnabraksbing þarna
skammt frá. Þetta var hinn ákjós-
anlegasti áningarstaður, á meðan
ungarnir voru að læra að fljúga.
Þess var heldur ekki langt að bíða,
að fjölskyldan hvarf með öllu.
Sennilega hefur hún flogið til
skógar.
Þrestir verpa mikið á Akureyri
og eiga það til að fljúga inn um
opna glugga og búa sér hreiður í
gluggakistunni, á bak við tjöldin.
Hér er vel búið að þessum sum-
argestum og eiga þeir ekki aðra
óvini en kettina. Þeir eru margir í
bænum og ekki of vel séðir af
fuglavinum.
Fyrir skömmu var ég á ferð i
Noregi og ók með Harðangursfirð-
inum, þar sem eplatrén rétta arma
sína inn á veginn og freista manna
að seilast eftir ávexti um opinn
bílgluggann. Þarna varð ég var við
ungan mann sem var að skjóta
þresti með haglabyssu. Hafði hann
nokkra fugla bundna í kippu við
belti sér. Var mér sagt að slíkir
veiðimenn væru vel séðir af á-
vaxtabændum, því þrestir geta
gerst aðgangsharðir í berjareitum
þeirra. Þrátt fyrir útskýringu þessa,
bauð mér í meira lagi við aðför-
um hins unga og glæsilega manns,
sem óð um skógarhlíðina með
blóðugar hendur.
Þótt ekki sé allt í sómanum,
hvað snertir fugladráp á íslandi,
veit ég þess engin dæmi enn, að
menn fari með byssu að skógar-
þröstum.
Jón Bjarnason, frá Garðsvík.
Þakkir til gefenda
Ingibjörg Arnarsdóttir, Hrefna
Arnarsdóttir og Sandra Magnús-
dóttir til dýraspítala kr. 5.400
(hlutavelta).
Anna Regína Björnsdóttir og
Hulda Guðrún Valdimarsdóttir til
dýraspítala kr. 2.100 (hlutavelta).
Ásdís Þórðardóttir kr. 5.000.
Margrét Hálfdanardóttir kr.
5.000.
Pála Sörensen (áheit) 25.000.
Ondúlathjónin Mona Lísa og
Prins kr. 5.000.
Pjakkur Pellason kr. 5.000.
Með þökkum móttekið.
Stjórn S.D.Í.
II