Dýraverndarinn - 01.05.1979, Side 25
Minning um Mark Watson
Látinn er í London hinn kunni
íslandsvinur og dýravinur, Mark
Watson, 12 ára a8 aldri. Hann dó
i svefni að heimili sínu, aðfara-
nótt 12. mars s.l.
Um áratugaskeið hefur Mark
Watson verið þjóðkunnur mað-
ur hérlendis fyrir einstakan áhuga
sinn á íslandi og íslenskum mál-
efnum. Kom hann hingað oft til
landsins til þess að ferðast og
vinna hér að ýmsum þeim mál-
efnum, sem hann hafði áhuga á
að leggja hönd að. Voru það eink-
um líknar- og mannúðar- og
menningarmál. Watson kom fyrst
til landsins á árinu 1936. Það var
í kjölfar þeirrar heimsóknar, að
liugmyndin um verndun bæjar-
húsanna að Glaumbæ í Skagafirði
kviknaði. Lagði hann þá fram all-
verulegt fé til þess að málinu yrði
hrundið í framkvæmd. - Eru það
byggðarsafnshúsin í Glaumbæ.
Síðan komu önnur mál, sem hann
studdi með ýmsum hætti, t. d.
gjafir til Háskólabókasafnsins, til
Minjasafns Reykjavíkurborgar og
Listasafns íslands. Áhugi hans á
dýravernd var og mikill og ein-
lægur. Mun Mark Watson hafa átt
einna drýgstan þátt í því að vekja
menn til umhugsunar um að við-
halda hreinræktun íslenska fjár-
hundsins. Gaf hann út bók um ís-
lenska hundinn á árinu 1956.
Heitir hún „The Iceland Dog
»74-1956", þar sem rakin er saga
þessa einstaka hundskyns, teknar
dýraverndarinn
upp tilvitnanir um það í bók-
menntum og birtur er fjöldi
mynda, gamalla og nýrra. Er bók
þessi, sem gefin var út á kostnað
Watsons, en ágóða af sölu gaf
hann Dýraverndunarfélagi Reykja-
víkur, nú orðin næsta fágæt óg
eftirsótt af bókasöfnurum. Hand-
rit bókarinnar eru tvö, geysivönd-
uð, og er annað þeirra í bókasafni
Watson, en hitt í vörslu vinar
hans í Reykjavík. í safni Watsons
er á annað þúsund bindi um ís-
land á samtals 15 erlendum tungu-
málum, en við þann flokk bóka
takmarkaði Mark Watson söfnun
sína.
Watson bjó um tíma í Kali-
forníu í Bandaríkjunum. Þangað
vestur flutti hann skötuhjúin Bósa
úr Skagafirði og Bröndu úr Jök-
uldal á Austurlandi. - hafa þau
líklega farið í lengsta og virðu-
legasta ferðalag allra íslenskra
hunda fyrr og síðar. Þau ferðuðust
nefnilega loftleiðis héðan til Lund-
úna, og voru vistuð þar á hunda-
hóteli um skeið, en síðan tóku
þau sér far með fínustu stórflug-
vél yfir þvert Atlantshaf, og síð-
an yfir þvera Ameríku og léttu
ekki fyrr en þau komu til San-
Francisco. Þaðan var þeim ekið
rakleitt á búgarðinn utan við
borgina, og þeim fengin vegleg
vistarvera með ýmsum nýtísku
þægindum, sem aldrei voru til
siðs fyrir austan og norðan. Og
þegar tímar liðu fram átti Branda
marga hvolpa, sem báru glögg sér-
kenni íslenskra hunda.
Nokkrum árum síðar fluttist
Watson aftur heim til Bretlands
og bjó fyrst á búgarði í Devons-
hire, en svo síðar í London. Mark
Watson samdi einnig einu íslensku
bókina sem komið hefur út um
meðferð hunda. Heitir sú bók:
Hundurinn minn. - Hið síð-
asta, sem Mark Watson gaf
til íslands var stórgjöf, hvorki
meira né minna en tilbúinn Dýra-
spítali ásamt tækjum. Sá dýra-
spítali stendur nú inni í Víðidal
og hefur tekið til starfa sem hjálp-
arstöð dýra. — Spítalinn ber nafn
gefandans. í þakklætis- og viður-
kenningarskyni fyrir stuðning og
störf að dýraverndunarmálum
Framh. á hls. 26.
25