Dýraverndarinn - 01.01.1983, Qupperneq 7
Ólafur Halldórsson, líffrœðingur
Um fórnardýr vísindanna
FTIRFARANDI grein birtist í
9. og 10. tbl. tímaritsins Lífs-
geisla árg. 1976. Greinin er birt hér
með góðfúslegu leyfi höfundar.
I Breskar tölur.
Fjöldi dýra, sem notuð eru við
tilraunir á Bretlandi einu saman
árlega skiptir milljónum (sbr. línu-
rit 1). Hlutfall læknisfræðilegra
tilrauna fer sífellt minnkandi (62,02
árið 1920 —31,65% árið 1972) —sbr.
linurit 2.
A.m.k. 100 milljónir dýra eru
notuð við tilraunir árlega i heim-
inum — trúlega er fjöldinn í raun-
inni meira en tvöföld þessi tala.
II Á bak við tölurnar.
Dæmi um dýratilraunir á vegum
iðnaðar- og verslunar eru tilraunir
varðandi snyrti- og hreinlætisvör-
ur, bragðefni, bón, frostlegi o.fl.
Þessi efni eru neydd ofan í tilrauna-
dýrin til að athuga hve mikinn
skammt þau þurfí til að drepast.
í Bandaríkjunum og víðar færist
vöxt, að skólabörn séu látin gera
tilraunir á dýrum. Dýrin eru stund-
um höfð í skólunum mánuðum sam-
an áður en þau eru drepin og geta,
a.m.k. í sumum tilfellum myndast
náin tengsl á milli þeirra og nem-
endanna. Algengt er, að aflífun
þessara dýra sé framkvæmd óhönd-
uglega.
Algengust tilraunadýrin eru
rottur. Verjendur dýratilrauna
tala oft um rottuna, eins og hún
teldist varla til dýra, og þeir sem
berjast fyrir velfarnaði dýra hika
við að sýna samúð með dýri, sem
hefur þvílíkt nafn. En hin vina-
snauða rannsóknarstofurotta á
óorðið alls ekki skilið, því hún er
gáfað dýr með vel þroskaðan heila.
Við þokkalegar aðstæður er hún
mjög virk, gáskafull og er furðu-
lega þrifin. Að líta á fjölda grimmd-
arlegra tilrauna sem afsakanlegan-
★ Nú eru tímar dýrkunar vélrœnu
og tilfinningaleysis. Tæknifram-
farir og aukinn hagvöxtur eru
skurðgoð nútímans. í slíku and-
rúmslofti eru ekki undur, þótt
virðing fari þverrandi fyrir atrið-
um, eins og mannúð o.þ.u.l. Enda
sér þessa merki alls staðar í þjóð-
félögunum. Hér er ætlunin að
benda á eitt þessara atriða: með-
ferð tilraunadýra.
★ Árið 1975 kom út í Bretlandi
bók, sem ber nafnið ,,Victims of
science — the use of animals in
research (Fórnardýr vísindanna
— notkun dýra við rannsóknir)
eftir sálfræðinginn Richard D.
Ryder, sem starfað hefur við til-
raunasálfræði í Bandaríkjunum
og Bretlandi. í fljótu hragði virtist
ástæða til að ætla, að hók þessi
vekti mikla athygli í hinum s.k.
siðmenntaða heimi, a.m.k. Að vísu
veit ég lítið um viðbrögð fjölmiðla
í öðrum löndum gagnvart hók
þessari, en alla vega hefur hún
ekki komið neinu teljandi róti á
huga starfsmanna fjölmiðla hér á
landi.
★ Er ætlunin að gefa hér örlitla
hugmynd um viðfangsefni bókar
þessarar. Mun að mestu leyti
verða vitnað beint í hókina —
teknar glefsur úr henni, enda mun
efnið skila sér best þannig í þessu
tilfelli.
vegna þess, að þær voru „aðeins
framkvæmdar á rottum“ eru hrapa-
leg mistök. Þessi dýr þjást ekkert
síður en hundar, kettir eða önnur
dýr, sem menn venjulega hafa meiri
tilfínningu fyrir. Hvíta rottan er
fremur öðrum dýrategundum eða
afbrigðum fórnarlamb vísindanna
— milljónir þeirra deyja árlega í
rannsóknarstofum víðs vegar í
heiminum. En þær eru ekki vélar —
þær eru viðkvæmar lífverur.
Hugsanlega er nú meiri hluti
tilraunadýra notaður við athuganir
á eiturverkunum ýmiss konar efna,
sem framleidd eru til almennrar
neyslu. í nýlegri yfirlitsbók eru
upplýsingar um eiturverkanir
hundruða mismunandi vöruteg-
unda. Dæmi: skordýraeitur, frost-
legir, bremsuvökvar, kirkjukerti,
fægilögur, ofnhreinsarar, svita-
lyktaeyðar, barnapúður, baðsölt,
augnskyggingar, litir, blek, hár-
lakk. Listi yfír hreinlætis- ogsnyrti-
vörur þekur átta blaðsíður.
LD 50 — prófanir.
Svo að segja öll efni eru banvæn,
séu þau gefin inn í nógu stórum
skömmtum. Það hefur komist í tísku
að athuga dauðamörk ýmis konar
verslunarvarnings, og ekki virðast
vera nein skynsamleg takmörk
fyrir þvi, hvers konar varningur er
prófaður með þessum hætti.
Venjulega felst athugunin í því,
neyða hreinum skammti þess efnis,
sem er í athugun, niður í tilrauna-
dýrin til að athuga, hve stóran
skammt dýrin þurfa til að deyja
innan fjórtán daga. Þetta er kallað
LD 50 — prófun (LD: lethal dose
(dauðaskammtur) — 50 stendur
fyrir 50% (þ.e. helmingi dýranna)).
Prófanir á
langtímaeiturverkunum.
Við slíkar prófanir er tilrauna-
dýrunum gefið inn viðkomandi efni
daglega vikum, mánuðum eða jafn-
vel árum saman. Eitrunaráhrif eru
athuguð og krufning framkvæmd,
eftir að efnið hefur gengið af dýrinu
dauðu. Meðan dýrin eru að þjást af
eitrunaráhrifum, verða þau að
gangast undir stöðugar og óskemmti-
legar athuganir, s.s. blóð- og heila-
vökvaprófanir.
Þessar grófu og grimmúðlegu
prófunaraðferðir eru oft gagnrýnd-
ar af sjálfum eiturefnafræðingun-
um, sem telja þær svo að segja til-
gangslausar — „í framkvæmd eru
þær gagnslitlar og kosta mikinn
fjölda tilraunadýra“ er skoðun
5