Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 12
Framköllun stress og tauga- veiklunar við tilraunaaðstæður. Allt síðan á dögum I. Pavlovs (rússneskur) hafa dýr verið notuð í tilraunum, sem miða að því að sturla dýrin. Yfirleitt er þetta byggt á sársauka, sem dýrin geta ekki flúið frá. Flestar slíkar tilraunir virðast framkvæmdar í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Árekstraprófanir. Dýr eru mikið notuð við athug- anir á bílslysum. Yfirleitt er dýrið reyrt niður í bílsætið og bíllinn síðan klessukeyrður á tilteknum hraða. Þessar tilraunir eru flestar framkvæmdar i Bandarikjunum Notaðir eru birnir, orang-utanur og górillur. Þótt það sé vel vitað, að öryggisbelti geti orsakað dauða fósturs, fengu bandarískir vísinda- menn 103.800$ árið 1968 frá sam- göngumálaráðuneytinu til að fram- kvæma klessukeyrslutilraunir á þunguðum baboon-kvennöpum. Oft eru þau dýr, sem lifað hafa af slíka tilraun, notuð umsvifalaust aftur. VII Það sem má nota í stað dýra í tilraununum. Á síðari árum hefur fundist ýmis konar tæki, sem nota má í stað dýra í tilraunum: 1. Dúkkur. Notaðar í klessu- keyrslutilraunum og við kennslu i líffræði, hjúkrun og læknis- fræði. Til eru mjög fullkomnar dúkkur (,,róbótar“), sem gerðar hafa verið í þessu skyni. Til eru dúkkur, sem nota má til „krufn- ingar.“ 2. Stærðfræðileg módel. Slík módel hafa verið gerð fyrir athuganir á starfsemi flestra líffæra og líffræðilegra kerfa. Nota má þau við kennslu, sjúk- dómsgreiningu og rannsóknir. Slík kerfi geta t.d. sagt fyrir um áhrif lyfja. 3. Vefjaræktir. Þar er um að ræða ræktun lifandi frumna, sem fengnar eru frá lífverum. Einn megin kostur þessarar aðferðar, fram yfir dýratilraunir er, að hægt er að rækta þanhig upp mannsfrumur. Slikar ræktanir eru t.d. notaðar í: eiturefna- athugunum á „metabólískum inhibitorum.“ 4. Frumstæðar lífverur. T.d. hafa bakteríur verið notaðar við prófanir á verkum ýmissa lyfja. Þessar umsagnir og tilraunir í fyrrgreindri bók ættu að nægja til að gefa hugmynd um hversu alvar- legt ástandið er varðandi meðferð tilraunadýra. Aðeins hefur verið tæpt á örfáum þeirra atriða, sem fjallað er um í bókinni og einstök dæmi tekin af handahófi. Ráðlegg ég eindregið öllum þeim, sem hafa nokkurn kost, að lesa bók þessa til hlýtar. Þar eð ástandið i þessum efnum getur talist vera alvarlegt hér á landi enn sem komið er, mun ekki útilokað, að hægt verði að hafa heppileg áhrif á þróun þessara mála. Margfalt erfiðara er að hafa áhrif á slíkar tilraunir, þar sem þær eru orðnar rótgrónar. Ég óttast, að líta verði á með- ferð tilraunadýra sem hluta af stærra vandamáli: hnignun sið- gæðis almennt. Því er ekki nóg að draga úr afleiðingum: orsakirnar verður líka að reyna að uppræta. Til Kríunnar Pú ert komin, kría mín, kaldan yfir sœinn; enn að hitta óðul þín á krossmessudaginn. Fyrir þér margur fuglinn veik frár og stóra að sýnum, ef að fórstu’ í œtisleik með öðrum systrum þínum. Ef þá fœrðu fengi náð flýtirðu þér a<3 landi þakklát, áncegð, engum háð, alt af símasandi. Þó að cesi ölduklip œgi-vindar stríðir, heldurðu veginn hörð á svip hœttum engum kvíðir. Oft þegar krummi’ i eggja-leit, út um holt var skriðinn litla greyið barði og beit blakka vélasmiðinn. Röddinni þinni ómar í œrsl og uonarþorið. Þegar í blœnum þýtur „bri“, þá er komid vorió. Þó í vexti þú sért smó þor og dug ei brestur; þú ert okkur hérna hjá hjartkcer sumar-gestur. Glœfrastökk þú gerir mörg gegnum bláa hvelið. Ef að sérðu’ á bárum björg breiðirðu’ út mjóa stélið. Gegnum storms og boða-blak á breytilegum tónum, léstu oft þitt kríu-kvak kœta mig á sjónum. Marga harða hildar-þrá hefurðu‘ í lofti unnið; víkings-eðlið er þér hjá í allar taugar spunnið. Vœngjatökin verða snör, veiðimetum halda; steypirðu' þér svo eins og ör o’ní djúpið kalda. Gleðilegt þér gefi vor guð til allra þrifa, sumarblíðu og síla-mor svo þú megir lifa. Sveinbj. Björnsson. Áður birt í Dýraverndaranum 3/1917. 10

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.