Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1983, Qupperneq 19

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Qupperneq 19
allir fuglarnir horfnir af varpstöðv- unum, þannig að dvöl þeirra þar hefur aðeins verið um tveir mánuð- ir. Stöku þórshanar sjást þó langt fram eftir hausti hér og þar við ströndina. Um vetrarheimkynni íslenska þórshanastofnsins er það að segja að þeir dveljast sennilega á rúmsjó á Mið- og Suður-Atlants- hafi, þar sem uppstreymi er í sjón- um og fæðuskilyrði eru góð. —o — 0 — o — Lokaorð Gerum við okkur grein fyrir hvað náttúruauðlind er? Erum við öll sammála um það? Er hreint loft auðlind? Tær ómenguð lind, upp- runalegur gróður, lítt snortið mýr- lendi, fuglabjörg, breiður af rauð- brystingum á óspilltum sand- og leirfjörum, svo að eitthvað sé nefnt. Eru þetta ekki auðlindir? Að vísu gefa þær ekki alltaf beinharða peninga, en er unnt að meta fram- antalin lífsgæði til fjár? Yrði ekki fátæklegra um að litast á landi okkar, ef ekki væru vaðfuglar til að lífga upp á tilveruna. Hætt er við að einhverjum brygði í brún ef ekki heyrðist angurblítt kvak lóunnar, hnegg hrossagauksins eða hressi- legt vell spóans. Við verðum að haga atvinnu- vegunum á þann veg að full tillit sé tekið til þeirra lífverutegunda sem með okkur búa hér á jörðu. Vað- fuglar, eins og aðrar lífverur, þurfa tiltekin svæði til að geta lifað og tímgast. Skipuleggjendur mann- virkja hvers konar verða að gera sér grein fyrir þessari staðreynd, ef einhver von á að vera til þess að villtar lífverur geti þrifist á meðal okkar mannanna. Eftir því sem tímar líða verður vernd villtrar náttúru æ mikil- vægari. Við megum ekki gleyma þessu, þegar hugað er að framtíðar- skípan mála á landi okkar. Þetta ætti að vera eins sjálfsagt í sókn manna til framþróunar eins og aðrir þættir sem teljast nauðsyn- legir. Nefna mætti mörg dæmi hversu hrapalega hefur til tekist í sambúð manns og villtrar náttúru. Oftast hafa slysin orðið vegna þekkingar- leysis og hugsunarleysis við undir- búning framkvæmda. Ákvarðanir um framkvæmdir eru alltof oft teknar með stundarhagsmuni að leiðarljósi og án tillits til framtíðar- innar. Vaðfuglar eru að langmestu leyti votlendislífverur, bæði um varp- tímann sem og utan hans. Strendur landsins eru þýðingarmiklar sem búsvæði vaðfugla, svo og mýrlend- ið. Þetta á ekki aðeins við landið okkar, heldur önnur lönd þar sem fuglarnir dvelja mikinn hluta árs- ins ( ). Flestar vaðfugla- tegundir, sem hér dveljast um varp- og fartímann, eru farfuglar, sem hafa vetursetu á írlandi, Bretlandi, Frakklandi, Spáni, Portúgal og Vestur-Afríku. Framtíð íslenskra vaðfugla er því ekki aðeins ráðin hér á landi, heldur ekki síður í fram- antöldum löndum. Þetta sýnir okkur vel hversu náttúruverndar- mál eru alþjóðleg. Tilgangslítið er fyrir eitt ríki að berjast fyrir friðun i landi sínu ef það gagnstæða á sér stað í öðrum heimshluta, enda er það svo að ísland er aðili að all- mörgum alþjóðlegum stofnunum sem hafa náttúruvernd að mark- miðum sínum. Tengsl við sumar þeirra mættu þó gjarnan vera meiri. Árósar, lón og leirur eru oft mikil freisting framkvæmdamönnum til að nýta til vegalagningar, upp- fyllingar, losunar úrgangs o.s.frv. Þetta hefur bitnað töluvert á þýð- ingarmiklum stöðum þar sem ís- lenskir vaðfuglar halda sig utan varptíma. Þá er aukin umferð og umsvif meðfram ströndum Vestur- Evrópu áhyggjuefni. Fuglarnir fá bókstaflega ekki frið til að lifa lífi sínu og að vera til. Hér á landi hefur röskun á um- hverfi vaðfugla ekki orðið eins mikil og sunnar i Evrópu. Þó hafa miklar framkvæmdir hér á landi breytt verulega ýmsum vistkerfum vaðfugla. Má þar fyrst til nefna þurrkun mýrlendis á íslandi, en auk þess uppfyllingar, s.s. í Elliða- árvogi í Reykjavík og aukna umferð á þeim stöðum þar sem sumar sjald- gæfar tegundir vaðfugla eiga varp- stöðvar sínar. Sjávarstrendur landsins eru ein- hver eftirsóttustu útivistarsvæði sem við eigum völ á. Við eigum að nýta okkur þessi svæði til ánægju og heilsubótar eins og kostur er. Þörfin er brýn. Eigi að siður þarf að hafa gát á þessum verðmætum þar sem eru strendur lands okkar. Á mörgum hlutum strandlengj- unnar eru staðir þar sem fuglar og aðrar lifverur þurfa hreinlega að hafa frið um tiltekið tímabil ársins. Að öðrum kosti hverfa þessar lif- verur af vettvangi, en það eru ein- mitt þær sem gefa fjörunum hvað mest gildi. Því er mikils um vert að hér á landi komist á skipulag þar sem viss svæði strandlengj- unnar verði undir eftirliti á tiltekn- Þórshani - Ljósm. Jón Baldur Sigurðsson. 17

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.