Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 21

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 21
Börnin skrifa HUNDURINN OKKAR PRINS Fyrir rúmu ári var okkur gefin hundur af dýralœkninum á Watson- dýraspítalanum. Hann uar af Colli ætt, ekki hreinrœktaður, en fallegur hundur og mjög elskulegur. Hann var 9 mánaða gamall. Það átti að lóga honum vegna þess að enginn vildi taka við honum. Okkur gekk vel, að aðlaga hundinn að nýja umhverfinu smám saman, enda biðjum við alltaf fyrir dýrunum okkar líka. Við áttum nefnilega þar að auki 4 ketti, 4 hagamýs og einn hamstur. Prins kom vel saman við kettina frá fyrsta degi en hafði minni áhuga á músunum. Einu sinni týndist einn kötturinn í tvo daga, en Prins gelti þegar hann skynjaði köttinn í nálœgð. Og mamma fann hana þegan hún fór út til að gá af hverju Prins hafði verið að gelta svona einkennilega, allt öðruvísi en þegar gest bara að garði. Við vorum öll mjögfegin að hafa fengiðþennan hund; meira að segja var hann byrjaður að sleikja allan handleggin á mömmu, og vildi endi- lega sofa hjá bróður mínum fyrir framan rúmið. En ekki er öll sagan sögð, því stuttu síðar kom fyrsti eigandi hundsins í heimsókn, og fengum við þá að heyra að Prins hafði verið látinn flakka á milli eiganda því að hann sjálfur gat ekki haft hundinn hjá sér í blokk vegna kvartanna nágrannanna. En þegar hann sá að við vorum með hús og stórt svæði fyrir utan (við búum nálægt Elliðaá), leist honum vel á það og sagði að hann vœri ánægður að Prins hafði loks- ins fengið gott og varanlegt heimili. En hann tók hálsólina með sér sem bróðir minn fékk á dýraspítalanum og sem dýralæknirinn hafði mælt með. Sagði að ólin væri skaðleg fyrir hundinn, en lofaði að koma með hana aftur. Þegar hann kom ekki, hringdi elsti bróðir minn í hann og spurði hvort hann gæti ekki fengið hálsólina aftur því að hann þurfti á henni að halda þar til Prins væri orðin vanur okkur. En maðurinn neitaði honum því, en vildi aftur á móti fá hundinn okkár lánaðan. Þá var bróðir minn alveg hissa og sagði: „Ég læt hann ekki frá mér. Það sem hundurinn fer, þar fer ég líka." Tveimur dögum síðar, þegar yngsti bróðir minn var að leika sér með Prins fyrir utan húsið, kemur allt í einum maður aftan að honum og skyndilega leysir ólina. Á sama tíma kallar fyrrverandi eigandi sem stóð við bílinn sinn á hundinn og tók hann inn í bílinn til sín. Þegar bróðir minn vildi ná hund- inum aftur, réðst karlinn gegn honum og vildi slá hann niður. Bróðir minn hélt í bílhurðina til að ná hundinum út. En karlinum tókst að hrinda honum frá og koma sér inn í bílinn og í burtu. Og bæði mamma mín og elsti bróðir minn voru vitni að þessu. Síðar höfum við spurt fjölda fólks að hjálpa okkur að ná hund- inum aftur, af því að okkur þykir vænt um hann. Og ég bið líka dag- lega til Guðs um að hann verði aftur partur affjölskyldu okkar. En engin Prins ennþá. Verða þetta önnur jól án Prins, hundsins okkar? Það verða þá ekki sérlega glaðleg jól. Yasmín B.V. Björnsdóttir, 9 ára Bakkakoti í Blesugróf LIPURTÁ Ég á kisu sem heitir Lipurtá. Hún er orðin 7 ára og ennþá mjög sprœk og kát. Þegar hún var ung átti hún stundum kettlinga, en mamma gafst alveg upp á því að gefa þá út um allt. Svo hún létskera Lipurtá upp svo að nú getur hún ekki átt neina kettlinga. En Lipurtá er alveg sama um það og er alltaf kát oggóð. Þegar ég er að þvo mér á kvöldin og bursta tennurnar, kemur hún oft inn á bað og stekkur upp á vaskinn og reynir að veiða bununa úr krananum. Lipurtá er alltaf mjög góð við mig og vill alltaf sofa hjá mér á nóttunni. Stundum vill hún liggja undir sæng, en þegar henni erorðið ofsalega heitt fer hún og leggst á gólfið. En Lipurtá er ekki góð við lítil börn og þegar frœnka mín kemur með litla strákinn sinn verð ég að setja Lipurtá út eða loka hana inni, því hún klórar strákinn þegar hann vill taka hana. Mamma segir að hún rnuni hætta því þegar hann stækkar, en núna séhannsvo mikill óviti ogþess vegna sé Lipurtá hrœdd við hann. Ég vona að Lipurtá verði ekki fynr bíl því ég hef einu sinni séð dauða kisu á götunni, og það keyra margir bílar hérna hjá okkur. Lilja Ágústa. Kæri Dýraverndari. Um leið og ég þakka fjölbreytt og gott blað bið ég ykkur að birta smá greinarkorn frá mér. Það er siður margra sem ekki eru hnfnir af köttum að kenna þeim um fábreytt og lítið fuglalíf í görðum. Ekkert er meiri fásinna. Garðeig- endur ættu að líta í eigin barm og hugsa t.d. um allt eitrið sem þeir úða garða sína með á hverju vori. Með því bæði eitra þeir fyrir fuglana og drepa fæðu þeirra - lirfurnar. Ekki ætla ég þó að fjölyrða meira um það atriði hér en taka annað atriði sem einnig skiptir miklu máli og ekki síst núna um háveturinn. 19

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.