Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 22

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Blaðsíða 22
Ég fóðra fuglana. Ég gef korn, brauð, kjögsag og feiti og í garðin- um mínum er krökkt af fuglum - þó á ég tvo ketti! Þeim held ég að sjálf- sögðu inni við á meðan fuglarnir eru að nœra sig. í görðum nágranna minna sést enginn fugl. Þeir gefa heldur ekki neitt. Segir þetta ekki allt sem segja þarf? Bestu kveðjur til dýravina um land allt. Sigrún Hólmsteinsdóttir. Kæri Dýraverndari. Okkur langar til þess að segja frá hestum sem við eignuðumst árið 1980 en þá voru þeir orðnir 21 árs. Þeir heita Gráni og Jarpur. Gráni og Jarpur voru óaðskiljan- legir. Þegar þeir voru ekki saman gátu þeir ekki etið og ekkert gert. Fullorðna fólkið sagði að gömlu klárarnir myndu ekki hlýða okkur heldur hlaupa með okkur eitthvað út í buskann en það reyndist ekki rétt. Við stelpurnar fórum í skemmti- lega reiðtúra og stundum langa. í haust voru þeir orðnir svo las- burða að það varð að drepa þá. Það er leiðinlegt að hugsa til þess að fá aldrei aftur að fara í reiðtúr á Grána og Jarpi. Að lokum viljum viðþakka Dýra- verndaranum fyrir gott lesefni. Bless Guðrún Þorleifsdóttir Stóru-Tungu Eva María Ólafsdóttir Galtarit Kæri Dýraverndari. Við eru tvær systur og við eigum heima í Garðabæ. Við vorum í sveit fyrir tveimur árum og þar fœddust hvolpar. Við fengum að velja okkur einn og taka hann með okkur heim um haustið. Okkur langaði að segja frá uppá- haldsleiknum okkar. Þá fer önnur okkar langt út í hraun og felur sig en hin kemur svo með Lubba, en við skírðum hundinn okkar það, og lœtur hann leita að okkur. Við felum okkur aldrei tvisvar á sama stað, en þó er Lubbi ekkert lengi að finna okkur. Þegar hann leitar þá þefar hann og þefar og ýlfrar stundum. Hann er eins og hann sé mjög áhyggju- fullur yfir því að önnur okkar sé týnd. En þegar hann hefur fundið hana er hann svo glaður að hann er alveg trylltur. Við erum vissar um að ef við myndum týnast í alvöru væriLubbi ekki lengi að finna okkur. Tvær systur í Garðabœ. Björguðu hrossum úr Hvammshnjúk FRÆKILEGT BJÖRGUNARAFREK Þessi frétt birtist í DEGI11. janúar, s.l. Dýraverndarinn þakkar björg- unarmönnum þetta frækilega af- rek og óskar þeim gæfu og gengis í þeirra mikilvægu störfum fyrir menn og dýr. js „Þetta var mjög góð ferð og það gekk upp sem við ætluðum okkur að gera,“ sagði Baldvin Haralds- son á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd, en Baldvin fór ásamt félögum sínum í Björgunar- sveit Slysavarnarfélagsins á Áskógsströnd í mikinn björgunar- leiðangur í síðustu viku. Fréttst hafði að 11 hross væru í sjálfheldu í Hvammshnjúk í Arnarneshreppi og var leiðangurinn farinn þeim til bjargar. 12 félagar björgunarsveitar- innar fóru og með þeim tveir menn úr Arnarneshreppi. Þegar þeir voru komnir upp fyrir hrossin mokuðu björgunarmenn 20-30 metra löng göng í snjóinn niður til þeirra og voru göngin um 2 metrar á dýpt. Upp þessi göng tókst að bjarga hrossunum, utan tveggja. hafði eitt hrapað framaf áður en björgunarmenn komu á staðinn en hitt sneri sér við í göngunum og hrapaði þá niður. Brattinn í þessum göngum var svo mikill að hrossið stóð ekki undan í brekkunni. Þegar upp á brúnina var komið með hrossin gerði aftakaveður, ofsarok og fannkomu og sá ekki handa skil. Varð að skilja hrossin eftir þar uppi en björgunarmenn bundu sig saman og héldu heimleiðis. Ljóst er að björgunarmenn hafa unnið mikið þrekvirki og voru þeir allan birtutíma dagsins í leiðangrinum. Þeir fóru aftur upp daginn eftir og fundu þá hrossin sem hrapað höfðu. Hafði fall þeirra verið um 30 metrar. 20

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.