Dýraverndarinn - 01.01.1983, Page 23

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Page 23
Lífshœtta á langferðum SAMÞYKKTIR Efnahagsbanda- lagslandanna um algjört bann við veiðum á farfuglunum sem leita suður á bóginn eru enn virtar að vettugi og gifurlegur fjöldi fugla er veiddur allt í kringum Miðjarðar- hafið. Fuglarnir eru veiddir til matar, settir í búr eða stoppaðir upp. Veiðiaðferðirnar eru margar. Fuglarnir eru skotnir, veiddir í net, gildrur snörur eða á límstaura. Stór hluti veiddra fugla eru tegundir sem eru alfriðaðir í þeim löndum sem þeir koma frá. Ástandið er ekki aðeins slæmt í ítaliu, Frakklandi og Grikklandi heldur einnig mjög slæmt í Portugal á Spáni, Möltu, Kýpur og í Líbanon. Ítalía, Frakkland og Grikkland eru í Efnahagsbandalagþnu og Portúgal og Spánn eru að sækja um inn- göngu í það. í Júgóslavíu, Tyrklandi, Sýr- landi, ísrael, Jordaníu og Norður- Hluti veiðiaðferðarinnar er að hafa fugl í búri við veiðistaðinn. Kvak hans dregur aðra fugla að. ftalskur veiðimaður sýnir veiði morgunsins af þröstum. Á ftalíu má veiða þresti frá þriðja sunnudegi í september til enda marsmánaðar. Lófafylli spörfugla. Þeir sem eru skotnir eru stoppaðir upp þeir sem eru veiddir lifandi eru settir í búr. 21

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.