Dýraverndarinn - 01.01.1983, Page 28

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Page 28
Verr sett en gestir Borgianna EITURMENGUN umhverfis vors er ekki einungis af völdum allsherjarúðunar á stórum svæðum. í rauninni skiptir hún oss minna máli en þær ótalmörgu smáeitur- verkanir, sem vér verðum fyrir dag eftir dag og ár eftir ár. Þessi stöðuga snerting við eitur allt frá vöggu til grafar er eins og dropinn, sem holar steininn, hún getur að lokum orðið afdrifarík. Hver skammtur, hversu lítill sem hann er, verður viðbót við það eitur, sem þegar hefur safnazt fyrir í líkama vorum. Sennilega er ekki til sá maður, sem komizt getur hjá snertingu við eiturmengað um- hverfí. Almenningur gerir sér sjald- an ljóst, hve hættuleg þau efni eru, sem hann hefur í kringum sig, því að hann lætur sefjast af ísmegi- legum auglýsingaáróðri; eins víst er að hann gerir sér alls ekki grein fyrir, að það sé eitur, sem hann er með. að búfé líði ekki fyrir fóðurskort og vanhirðu í sveit þinni. / því sambandi minnum við einnig á 2. gr. laga um dýravernd er hljóðar þannig: Öllum þeim, sem eiga dýr eða ráða yfir þeim að öðru leyti eða hafa umsjá með dýrum fyrir eiganda þeirra eða annan rétt- hafa, er skylt að sjá um, að dýr- in fái nægilegt vatn og fóður við þeirra hœfi og viðhlítandi umhirðu. Eiganda eða öðrum rétthafa er skylt að sjá dýrum fyrir hæfilegum vistarverum (geymslústað, vörslustað), skjólgóðum og rúmgóðum, enda er skylt að ræsta slíka staði með viðunandi hœtti. Með bestu kveðjum f.h. stjórnar SDÍ Jórunn Sörensen Svo almenn er notkun eiturefna orðin, að hver og einn getur gengið inn í næstu búð og keypt allskonar eyðingarlyf án þess hann sé spurð- ur nokkurs. Oft eru þessi efni miklu bannvænni en þau, sem hann fær ekki nema í lyfjabúð og þá aðeins gegn lyfseðli eða vottorði frá lög- reglunni. Það safn eyðingarlyfja, sem getur að líta á hillu í venjulegri kjörbúð, hlýtur að skjóta hverjum manni skelk í bringu, jafnvel þeim sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna - þ.e.a.s. ef hann hefur hug- mynd um eiginleika þeirra efna, sem honum er boðið að velja um. Ef stór mynd af hauskúpu og krossleggjum væri fest upp yfir hill- unni með skordýralyfjunum, mundi kaupandinn kannski líta þau með sömu óttablöndnu tortryggninni og honum er tamt að líta önnur eiturlyf. En í stað þess er þeim stillt upp snyrtilega í aðlandi umbúðum með niðursuðuvörur á aðra hlið og hreinlætisvörur á hina. Jafnvel þar sem börn ná til standa skordýralyf í glerílátum. Ef barn eða ógætinn fullorðinn missir svona ílát á gólfið, getur hver sem nálægt er fengið á sig gusu af efni, sem valdið hefur krampa hjá úðunarmönnum, ef þeir hafa fengið það á sig. Þessi hætta fylgir kaupandanum vitaskuld heim. Dós með mölvarnarefni sem í er DDT, til dáemis, ber smáletraða áprentun, sem upplýsir, að inni- haldið sé undir þrýstingi og dósin geti sprungið ef hún hitni eða komi nálægt eldi. Klórdan er eitt algeng- asta skordýraeitrið til heimilis- notkunar. Samt hefur yfírlyfjafræð- ingur Matvæla- og lyfjastofnunar- innar látið svo ummælt, að „mjög hættulegt" sé að vera í húsi, sem úðað hefur verið með klórdani. í öðrum skordýralyfjum til heimilis- notkunar er dieldrin, sem er enn eitraðra. Allt er gert til að hvetja húsmóð- Eftirfarandi kafli er úr bókinni: RADDIR VORSINS ÞAGNA eftir Rachel Carson. f bókinni spyr hún þessarar spurningar: ,,Er notkun skordýraeiturs og anndrra eitur- efna þegar orðin alvarleg ógnun við allt líf á jörðinni?“ Hún svarar sér með þessum orðum: . . það eru ekki einstöh tilviljunarkennd tilfelli eitrunar í matvælum, sem við verðum að horfast í augu við, heldur varanleg og síendurtekin eitrun alls umhverfis mannsins... “ Á vorin er mikið eitrað í görðum á íslandi - þessi kafli fjallar m.a. um garðaúðun... js urina og auðvelda henni að nota skordýraeitur í eldhúsinu. Hillu- pappír, hvítur eða mislitur, fæst vættur í skordýraeitri, öðrum eða báðum megin. Framleiðendur gefa út leiðbeiningarbæklinga um hvernig drepa eigi pöddur. Með handhægum ílátum er hægt að senda þéttan dieldrinúða inn í þrengstu skúmaskot og skápshorn, sprungur og rifur. Ef mý eða önnur smáskordýr ásækja oss, getum vér valið um ótal smyrsl, olíur og úðunarvökva til að bera í föt eða á líkamann. Oss er tekinn vari fyrir því, að sum af þess- um efnum leysi upp lakk, málningu og gerviefni, en vér erum látin vera í þeirri trú, að kemisk efni komist ekki gegnum hörund mannsins. Vér getum gljáð gólf vor með gljáa, sem ábyrgzt er að drepi öll skordýr, er á honum gangi. Vér getum hengt upp í klæðaskápa vora og fatahlífar renninga, sem vættir eru í linda'n, eða sett þá i skrifborðs- skúffur vorar, og þurfum þá ekki að hafa áhyggjur út af möl í hálft ár á eftir. í auglýsingum er þess ekki getið, að lindan sé hættulegt. Ekki heldur í auglýsingum um rafeinda- 26

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.