Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.01.1983, Qupperneq 29

Dýraverndarinn - 01.01.1983, Qupperneq 29
tækið, sem sendir frá sér lindangufu - oss er sagt, að hún sé skaðlaus og lyktarlaus. Hið sanna er þó, að Ameríska læknafélagið telur lind- angufu svo hættulega, að það hefur varað eindregið við notkun hennar í tímatriti sínu. Landbúnaðarráðuneytið ráð- leggur mönnum í blaði sínu, Home and Garden Bulletin, að úða fatnað sinn með DDT, dieldrini, klórdani og fleiri möleyðingarefnum í olíu- upplausn. Ef of mikið er úðað, svo að eftir situr hvítt duft á fötunum, má bursta það af, segir í blaðinu, en þess er ekki getið, að ekki sé sama hvar og hvernig burstað sé. Þegar vér höfum fylgt þessum ráðum, er eins víst að vér endum daginn með því að skríða undir mölvarið teppi, vætt í dieldrini, þegar vér förum að sofa. Notkun skordýraeiturs er nú orðin fastur þáttur í allri garðyrkju. í hverri sérverzlun með garðyrkju- vörur og hverri kjörbúð eru raðir af skordýralyfjum til allra hugsan- legrar notkunar við garðyrkju. Garðeigendur, sem nota lítið eða ekkert öll þessi banvænu efni, eru hreint og beint ekki með á nótunum, því að í nærri hverju blaði eða tima- riti, sem fjallar um garðyrkju, er talið sjálfsagt að nota þau. Svo almenn er orðin notkun jafnvel hinna banvænu, lífrænu forfórskordýralyfja á grasbletti og skrautjurtir, að árið 1960 taldi heilbrigðisnefnd Flórídaríkis nauð- synlegt að banna notkun eyðingar- lyfja í íbúðarhverfum öðrum en þeim, sem fengið höfðu til þess sérstakt leyfi, og uppfylltu tiltekin skilyrði. Allmörg dauðsföll af völd- um parathions höfðu orðið í Flórída áður en þessi reglugerð var sett. En það er lítið gert til að vara garðeigendur við því, að þeir séu með bráðhættuleg efni handa á milli. Á hinn bóginn er stöðugur straumur á markaðinn af nýjum tækjum, sem auðvelda þeim að dreifa eiturefnunum á bletti og garða og gera þá handgengnari efnunum. Það er t.d. hægt að fá tæki, sem festa má við stút garð- slöngunnar þannig að hægt er að bera klórdan og dieldrin á blettinn um leið og hann er vökvaður. Þetta tæki er ekki aðeins hættulegt fyrir þann, sem notar það, heldur einnig fyrir aðra. New York Times hefur varað við að dreifa eiturefnum með svona tæki, ef ekki er sett á það öryggisloka, sem varni þvi að eitrið geti sogazt inn í vatnsleiðsluna. Sem dæmi um það, hvað garð- eigendur sjálfir geta átt á hættu má nefna lækni einn - áhugasaman blómaræktanda - sem fór að nota DDT og malathion á runna og gras- bletti. Hann úðaði einu sinni í viku, ýmist með handúðunartæki eða með tæki sem hann setti á vatns- slönguna. Við þetta fékk hann oft úða á hörund sitt og föt. Þegar þannig hafði gengið í nokkur ár, varð hann skyndilega veikur og fluttur á spítala. Við vefjarannsókn kom í ljós, að í fituvef hans vor 23 milljónustu hlutar af DDT. Víðtæk skemmd var orðin á taugakerfi hans og töldu læknar hana varan- lega. Hann léttist, var sífellt þreytt- ur og kenndi undarlegs magnleysis í vöðvum - en allt eru þetta einkenni malathioneitrunar. Líðanin var nógu slæm til þess að torvelda honum að sinna starfi sínu. Þrátt fyrir þetta allt er lítið minnzt á hættuna sem er samfara þessari viðtæku notkun skordýra- lyfja í görðum og á heimilum; að- varanir á merkimiðum eru prent- aðar með svo smáu letri, að fáir gera sér það ómak að lesa þær. Framleiðandi nokkur ákvað nýlega að ganga úr skugga um hve fáir læsu þessar aðvaranir. Sú athugun leiddi í ljós, að færri en fimmtán af hverjum hundraði, sem notuðu skordýraeitur í úðadósum, höfðu hugmynd um, að slíkar aðvaranir væru á dósunum. Spurningin um skordýraeitur í matvælum er ákaft deiluefni. Fram- leiðendur neita því blákalt, að skor- dýraeitur finnist í matvælum, eða þá svo litið, að það skipti engu máli. Jafnframt er rík tilhneiging til þess að kalla alla, sem heimta að mat- væli þeirra séu laus við skordýra- eitur, ofstækismenn og sérvitringa. En hver er sannleikurinn í þessu máli? Það hefur verið vísindalega stað- fest - eins og vænta mátti - að menn, sem lifðu og dóu áður en DDT-öldin rann upp (kringum 1942), höfðu ekkert DDT eða önnur skyld efni í vefjum sínum. Eins og getið er um í 3.kafla, fundust í fituvefjum manna, sem rannsakaðir voru á árunum 1954 til 1956, 5,3 til 7,4 milljónustu hlutar af DDT að meðaltali. Líkur benda til að þetta meðaltal hafi hækkað talsvert síðan, og hjá mönnunum, sem vegna vinnu sinn- ar komast öðru fremur í snertingu við þessi efni, er hlutfallstalan vitaskuld allmiklu hærri. Ástæða er til að ætla, að fólk, sem ekki umgengst þessi efni að stað- aldri, hafi fengið í sig mest af þessu DDT með fæðunni. Til þess að sann- prófa þetta tóku nokkrir vísinda- menn hjá Heilbrigðisþjónustu Bandaríkjanna sýni af mat i veit- ingahúsum og mötuneytum. / hverju einasta sýni var DDT. Af þessu drógu vísindamennirnir þá eðlilegu ályktun, að,,tæpastséunnt að treysta því að nokkur matvæli séu algerlega laus við DDT.“ f svona máltíð getur verið ótrú- lega mikið af DDT. Við aðra rann- sókn Heilbrigðisþjónustunnar á fangamat fundust 69,6 milljónustu hlutar af DDT í graut úr blönduðum ávöxtum og 100,9 milljónustu hlut- ar i brauði. í algengum mat á heimilum er mest af leifum af klórsamböndum kolvatnsefna í kjöti og kjötvörum með dýrafitu í. Ástæðan er sú, að þessi efni eru uppleysanleg í fitu. minna ber á þeim í ávöxtum og grænmeti. En þau þvost illa af - eina ráðið er að fleygja yztu blöð- unum af grænmeti eins og salati og káli, afhýða ávexti og nota aldrei hýðið. Þessi efnasambönd eyði- leggjast ekki við suðu. Mjólk er ein af þeim fáu tegund- um matvæla, sem Matvæla- og lyfjastofnunin leyfir ekki að DDT finnist í. Samt er það svo, að hve- nær sem sýni eru tekin af mjólk finnast í þeim leifar af DDT. Mest er af þeim í smjöri og öðrum mjólk- urvörum. Árið 1961 voru rannsökuð 461 sýni af mjólkurvörum og fund- ust DDT-leifar í þriðjungi þeirra. Um það komst Matvæla- og lyfja- stofnunin svo að orði, að ástandið væri „fjarri þvi að vera uppörv- andi.“ 27

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.