Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Page 13

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Page 13
Gragces. verði íelld úr gildi, eins og lagt er til í frumvarp- inu. 2. Að inn í 2. rnálsgr. 11. gr. verði bætt: .. . enda verði ekki komið í veg fyrir tjón með öðru móti. Onnur málsgrein orðist þá þannig: Þar sem grágæsir valda miklurn og almennum spjöllum á nytjagróðri, getur ráðneytið, að fengnum tillögum fuglafriðunarnefndar, veitt hreppstjórum fyrir hönd veiðiréttarhafa í umdæmum sínum und- anþágu frá friðunarákvæðum laga þessara, að því er veiði grágæsa varðar, enda verði ekki komið í veg fyrir tjón með öðru móti. Þá skal taka grágæsar- eggja heimil, þrátt fyrir ákvæði 8. gr., án jress að sækja þurfi um leyfi til eggjatökunnar. Greinargerð: Rök íyrir jressari niðurfellingu hafa verið mjög rækilega sett fram af formanni fuglafriðunarnefnd- ar. Um fram það, sem hann gerir að meginatriðum, árangursleysið og kostnaðinn, leyfir stjórn S. D. í. sér að benda á þá staðreynd, að umferð með skot- vopn á víðavangi á Jreim tíma, sem fuglar njóta al- friðunar, verður til Jtess að stórauka deyðingu fugla yfrileitt. Fugladráp aðvífandi skotmanna á friðun- artíma fugla hefur farið vaxandi með ári hverju, og yrðu ákvæði umræddra laga til að auka Jrað enn frekar. Vörzlumenn veiðiáa og veiðivatna telja fugla- drápið orðið svo gegndarlaust, að á sumum lands- svæðum hafi algengum fuglum stórfækkað, Jreir að líkindum teknir að flýja Jressi svæði. Kveður svo rammt að Jressum ágangi skotmanna úr ýmsum átt- um, að til orða hefur kornið, að umráðamenn eða vörzlumenn ákveðinna landssvæða fái lieimild til að leita í farartækjum og farangri þeirra, sem ferðast vilja um Jressi svæði. Út af ráðstöfunum til þess að liefta tjón af völd- um grágæsa, leyfir stjórn S. D. í. sér fyrst og fremst að benda á, að dr. Janet Kear lagði í ritgerðum sín- um um íslenzku grágæsirnar höfuðáherzlu á ýmsar varnarráðstafanir aðrar en þær að deyða gæsir með skoturn eða sntala Jreim í sárum, þegar J>ær eiga sér enga leið til undankomu. Þá benti hún einnig á og færði að J>ví sterk rök, að ekki væri unnt að stór- fækka — hvað J>á eyða, gæsum með skoturn frekar en öðrum íuglategundum, t. d. svartbak. Hver sá, sem setti fram J>á skoðun, að slíkt mætti takast, skorti raunhæfa J>ekkingu í þessum efnum. Stjórn S. D. 1. vill ennfremur vekja athygli á J>ví, að einnig ferðir manna með skotvopn úti á víða- vangi til eyðingar svartbak hljóta að hafa í för með sér dráp annarra fuglategunda. Þegar J>etta er skrifað, eru ekki fengin úrslit í þessum málum, en öll líkindi benda til }>ess, að brátt sjáist vopnað lið leggja leiðir sínar um byggðir lands- ins — og í fótspor }>ess feta alls konar lausingjar með skotvopn í höndum — og }>egar vorar fari lieilt lausingjastóð um engjar, mela og heiðar og fram með ám og vötnum, sískjótandi liverja þá fleyga lífveru, sem drápgirni þeirra kynni að blása }>eim í brjóst að svipta lífi! í sumar verði svo reknar }>úsundir ófleygra gæsa í kvíar, eigandi sér enga von undan- komu, og síðan verði J>ær drepnar með bareflum, snúnar úr liálsliðnum, vængbrotnar og á ýnrsan hátt hart og ómannúðlega leiknar, ef að vanda lætur, þar sem menn ganga í hópum að drápi, og rná minna á hvaladrápsæðið fyrir nokkrum árurn á ýmsum stöð- um á landinu. Ja, J>vílík menning, J>vílík úrræði til bjargar landbúnaði og eggverum! Mikið mega nátt- úrufrœðingar vera stoltir af öðrum eins framförum til varnar bjargræðisvegum hinnar ættstóru og stór- látu menningarj>jóðar, íslendinga! Aldraður Vestmannaeyingur með tvo góðvini sína. DÝRAVERNDARINN 79

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.