Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1965, Qupperneq 15

Dýraverndarinn - 01.12.1965, Qupperneq 15
DAGUR DÝJRANNA Hugsið ykkur annað eins og það, að einn drott- insdag væri messað í hverri einustu kirkju á íslandi og ekki kæmi aðeins fólk í kirkju, heldur stæði í kórdyrum í'allegur, vel kembdur og fagurlega skreytt- ur hestur! Og svo prédikaði presturinn um skyld- urnar við smælingjana og þá fyrst og fremst dýrin, því að dagurinn, — segjum 13. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, — liefði verið helgaður málstað dýranna, en guðspjall þess dags er dæmisagan um liinn miskunnsama Samverja. Þegar slík messa er sungin í enskri kirkju, stendur þar á niiðju gólfi fallega skreyttur vagnhestur, og þetta hneykslar eng- an. Erkibiskupinn af Kantaraborg lét sem sé það boð út ganga, að 13. sunnudagur eftir þrenningar- hátíð skyldi helgaður dýrunum í öllum enskum kirkjum, — og ef hann hefur ekki skipað svo fyrir, þá hefur liann að minnsta kosti samþykkt þá til- lögu einhvers dýravinar, að við messurnar skyldu dýrin eiga sér fulltrúa. Það eru raunar kirkjur fleiri landa en Englands, sem hafa tekið upp þann sið að helga dýrunum sérstakan sunnudag ár livert, en Dýraverndaranum er ekki kunnugt um, að nein kirkja önnur en sú enska hafi viðstaddan fulltrúa frá dýrunum, en hvað sem því líður, væri ekki fjarri lagi, að íslenzka kirkjan léti sér sæma að bjóða klerkum sínum að vígja málstað dýranna einn sunnudag á ári — og ekki virðist vera óeðlilegt að til þess væri valinn einmitt sá sunnudagur kirkjuársins, sem á sér að guðspjalli dæmisöguna um hinn miskunnsama Sam- verja. Sá dagur ætti og að vera dagur dýranna víðar en í kirkjunum. Þá ætti að vera sérstök dagskrá við þau bundin í ríkisútvarpinu og fé vera safnað um land allt til ágóða fyrir þá starfsemi, sem miðar að bættri meðferð á dýrum. Þessu máli hefur áður verið hreyft hér í blaðinu, en fæst, sem gott er og þarft, reynist vinna fljótlega almennt fylgi, og ís- lenzka kirkjan sýnist ekki vera þar fljótari til en almenningur. Dýrin eru þó enn sem komið er það mikilvæg máttarstoð atvinnulífsins á íslandi, að vel mætti kirkjan telja sér samboðið að vinna málstað þeirra gagn, enda liafa einstakir jDrestar minnzt dýranna af sjálfsdáðum stöku sinnum úr ræðustóli, og eina þá hörðustu lníð, sem gerð hefur verið að miskunn- arleysinu gegn dýrunum hér á landi, gerði íslenzkur klerkur, séra Ólafur Ólafsson, þá er hann flutti fyrirlestur sinn um meðferðina á þarfasta þjónin- um, fyrirlestur, sem síðan var prentaður og komst á fjcilda heimila um land allt. Nýlega er látinn einn göfugasti og mikilhæfasti borizt inn í líkama þeirra með loftinu, en eins oft eða oftar eftir krókaleiðum. Hænsni hafa til dæmis etið korn, sem hefur verið mengað eiturefnum, þessi efni síðan reynzt í eggjum liænsnanna og með þeim borizt inn í líkama þeirra manna, sem eggin hafa etið. Þannig mætti halda áfram að tína til dæmi. Það liefur valdið miklum og skaðvænum erfiðleikum í baráttunni gegn óhóflegri og óskyn- samlegri notkun eiturefna gegn meindýrum, að vellauðugar efnaverksmiðjur liafa tekið upp stór- framleiðslu á fjölda af slíkum efnum, beinlínis í gróðaskyni. Þessi fyrirtæki auglýsa þau hóflaust og freista að kæfa raddir þeirra manna sem hrópa: Varið ykkur! Rachel Carson eignaðist sannarlega marga og volduga óvildarmenn, og áreiðanlega hafa þeir verið ófáir, sern hrósað hafa happi, þegar þeim barst dánarfregn hennar. Mammon er voldugur — og hefur aldrei haft liltæk jafnmörg og virk ráð og nú til framdráttar málstað sínum og vilja. Það er augljóst, bæði af þessari bók og af for- málunum tveimur, að hér hefur okkur íslendingum ekki síður en öðrum, borið mikinn vanda að höndum. Hver stendur hér á verði? Ég fæ ekki betur séð, en jafnt heilbrigðisyfirvöldunum sem forystumönnum íslenzks landbúnaðar og íslenzkrar landgræðslu og skógræktar beri að taka þessi mál lil mjög ræki- legrar athugunar, já, rannsóknar, og síðan sé allur allmenningur varaður við hættunum, bæði í heild og í einstökum atriðum. Sannarlega hafa hér verið skipaðar nefndir, þegar síður skyldi. Enn er ef til vill ekki mikill skaði skeður hér á landi, og svo gildir þá að byrgja brunninn, áður en barnið er dottið í hann. Guðmundur Gislason Hagalin. DÝRAVERNDARINN 81

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.