Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 8
hefur hrakið þá niður að byggðinni við sjóinn, en þetta er óvenjumikill fjöldi. Síðan koma svo stokkönd og hvítmáfur, eða um 2.900 af hvoru. Aðrar tegundir, sem yfir 1.000 fugl- ar sáust af, eru sendlingur, 1.800, og hettumáfur, 1.100. Af mörgum tegundum sáust nokkur hundruð, þ. á. m. af all- mörgum öndum, sem hér verpa. Aðrar voru þó færri, t. d. voru aust- ur á Sogi aðeins þrjár húsendur, en aftur á móti 8 hvinendur. Þarna er vani að rekast á mun fleiri endur, en þessu valda auð vötn í nágrenn- inu. Aðeins sást einn hrossagaukur í Grindavík og þar sást einnig ein blesgæs, en þær eru sjaldgæfar hér nema haust og vor. Aðrar gæsir eru og alls ekki á veturna hér á landi, ef frá eru taldar tjarnargæsir Reyk- víkinga. í Keflavík sást einn æðar- kóngur, og ein vepja í Garðinum. Fjórða korpöndin, sem sést hér á landi sást í Ósum í Höfnum, en þar er vogur, sem þar sker landið, og virðist mikið gózenland fugla á vetrum. Þar eru t. d. einu dugg- endurnar, sem hér sjást á vetrum. Allar svartfuglstegundir sáust ut- an lundi, en hann heldur sig dýpra. Fjöldi svartfuglanna fer öðru frem- ur eftir sjólagi og veðurfari í hvert sinn, en meðal þeirra, sem nú sáust voru tveir haftirðlar. Þá má að lokum minnast á 30 álftir, 350 straumendur og 300 há- vellur, en einnig sáust urtönd og rauðhöfði. Hann virðist vera eina andategundin, sem ekki hefur náð sér upp eftir köldu árin, og veldur þar vafalaust mestu eyðilegging bezta staðar hans, en það er Elliða- vogur. Þar hélt hann sig í stórhóp- um áður fyrr, og segir þetta sína sögu um nauðsyn þess að kjörlend- ið haldist. Af tegundum sem ekki eru hér sumargestir, en fastir vetrargestir má nefna 22 fjöruspóa, 3 lappa- jaðrakana og 12 rauðbrystinga. Þá voru gráþrestir einnig óvenju margir. Að lokum sagði Arnþór, að sér virtist sem þetta ár væri heldur gott, hvað stofnana varðaði. Þeir virtust vera að ná sér upp eftir búsifjarnar á köldu árunum og væru í góðu meðallagi. Þeir, sem fuglatalningu önnuð- ust á Akureyri að þessu sinni voru: Jón Sigurjónsson, Árni Björn Árna- son og Þorsteinn Þorsteinsson. Svæðið, sem talið var á, var frá flugvelli að Skjaldarvík, fjörur, húsagarðar, lönd og lendur bæjar- ins. Snjór var nokkur en Pollurinn íslaus þann daginn. Til fróðleiks má geta þess, að ár- ið 1972 töldust 54 fuglategundir á landinu öllu, samkvæmt talningu fyrir rúmu ári. Tuttugu tegundir fugla sáust og er það venju fremur mikið. Fara tegundir og fjöldi einstaklinga hér á eftir: Stokkendur .................. 232 Húsönd ........................ 1 Hávellur...................... 54 Æðarfuglar................... 503 Gulendur ...................... 6 Toppendur ..................... 6 Fálki.......................... 1 Smyrill ....................... 1 Sendlingar .................... 6 Silfurmávar .................. 53 Svartbakar .................. 172 Hvítmávar...................... 8 Bjartmávar.................... 17 Hettumávar .................... 5 Teistur ...................... 23 Hrafnar ..................... 157 Gráþröstur .................... 1 Skógarþrestir ................ 67 Auðnutittlingar .............. 18 Snjótittlingar............... 820 8 DÝRAVERN DAIiI NN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.