Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 14
gramdist samt í þetta skipti og not- aði svipuna. Þá gelck Jarpur aftur á bak og stóð svo kyrr. Ekki dugði þetta. Þarna eða hvergi annars stað- ar hlaut ég að fara yfir og méf sýndist fært Var þá aðeins eitt ráð til að fá hestinn til að hlýða mér. Ég hallaði mér fram í söðlinum, þrýsti að síðum hestsins með fótun- um, og Jarpur tók stökkið á sama andartaki, svo annað og fram af skörinni. Eftir augnablik skall straumur- inn á bringunni á mér en Jarpur fór á bólakaf. Áin var dýpri en égj hugði. En svo hóf Jarpur sig upp, á móti straumnum og synti rösk- lega þar til hann hafði fast undir fótum í ánni austanverðri. En engu munaði að ég hrykki af, er ég skall í vatnið. En báðir hefðum við sennilega farizt í ánni, ef Jarpur hefði farið rólega fram af skörinni, eins og ég ætlaðist til. Þá hefði hann stungizt á höfuðið og ég far- ið af, en sennilega hefðum við þá borizt inn undir skörina, eins og straumlagi var háttað. En þarna bjargaði Jarpur, eins og oftar. Þegar við Jarpur vorum komnir að landi að austanverðu, var þar einnig skör og reið ég að skörinni. Hún var á miðjar síður. Renndi ég mér þar af baki og sagði við Jarp,j að nú yrði hann að stökkva upp. Tók ég svo í tauminn. Jarpur var hinn rólegasti, horfði fyrst upp á bakkann, en hóf sig svo upp til mín. Var það fallegt stökk, en hann hraut þó á hnén uppi á skörinni, frýsaði snöggt og bar höfuðið hátt. Sá ég, að ekki vildi hann slóra á ár- bakkanum, því að hroll mun hafa sett að honum. Hélt ég nú að Skakkavaði og stúlkan kom þar á móti. Hugsaði ég að láta Jarp ráða ferðinni. Hann vildi þegar leggja í ána og þar var áin ekki djúp og hann vippaði sér upp á skörina að vestan. Þarna fór ég svo með stúlkuna yfir og gekk það vel. Héldum við svo norður að Núpánni, en hún var þannig, að komin voru göt á ísinn hér og þar og vall vatnið þar upp. Ekki þorði ég að fara þar yfir á hestunum, batt þá saman en leiddi stúlkuna yfir og gekk það vel. Hún hafði ekki blotn- að og var léttstíg er hún hélt áleið- is á tveim jafnfljótum. Ég var hins vegar holdvotur frá hvirfli til ilja. Hraðaði ég mér til hestanna og var nú ekki beðið boðanna. Reið ég auðvitað á Jarp og sömu leið yfir ána, á Skakkavaði. Þegar upp úr ánni kom, var Jarpur alveg að missa þolinmæðina og gat ég naumlega haldið aftur af honum, svo fjörugur var hann og svo leikandi léttur, með höfuðlð uppi í fanginu á mér. Það var eins að hann vildi gera mér allt til ynd- is, og auðvitað leyfði ég honum að teygja sig töluvert, enda ekki of fast að orði kveðið þótt sagt sé, að vær værum fljótir heim. Jarpur þoldi ekki bíla og var alla ævina hræddur við þá. Það var að- eins einu sinni, sem ótti hans hvarf við þau farartæki. Þannig var, að ég var að fylgja Steingrími Matthí- assyni lækni framan úr firði að sumri til. Steingrímur reið mjög rösklega hryssu frá Guðrúnarstöð- um, ágætu hrossi, en frá þeim bæ kom hann úr læknisvitjun. Hann vildi jafnan fara greitt og var svo í þetta sinn, og þótti mér nóg umj Þegar kom norður hjá Hrafnagili fannst mér tími til kominn að fara af baki og lofa hestunum að kasta mæðinni. Gerði ég það og ætlaðist til þess, að læknirinn gerði slíkt hið sama. En það var öðru nær því hann hélt áfram og flengreið norð- ur veginn. Sá ég, að ekki dyggði neitt slór og fór því á bak og var nú Jarpur mjög óþolinmóður og vildi hann taka af mér öll ráð. Þegar ég var að fara upp á þjóðveginn kom fólksbíll að sunnan og brunaði hann norður. Og þá missti ég Jarp og þaut hann á eftir bílnum og skil- aði drjúgum. Mikil harka var hlaupinn í klárinn og varð hann að ráða. Eftir feiknalangan stökksprett náði Jarpur bílnum og hægði ekki ferðinni fyrr en hann var búinn að reka snoppuna í hann. Þá varð hann viðráðanlegri, enda var Stein- grímur skammt undan. VASKUR Það var vorið 1924, sem ég hætti að búa í Hleiðargarði, seldi búið en fór um sumarið í síldarvinnu vest- ur á Siglufjörð, og átti þá lítið eftir nema hundinn minn og hestinn. Vaskur fylgdi mér í síldina. Ég tímdi ekki að lóga honum, svo hændur var hann að mér og mér þótti mjög vænt um hann. Einnig vissi ég, að hann yrði vitlaus af óyndi, ef ég færi og skyldi hann eftir, því að hann var vanur að fylgja mér hvert sem ég fór. Vaskur var af skozku kyni talinn, móleitur en ofurlítið hvítur í and- liti, vitur, stór og fallegur. Því mið- ur var hann aldrei verulega taminn, sem fjárhundur. Samt hafði ég mikið gagn af honum í göngum og fjárrekstrum. Hann var matvandur mjög og vildi fá mat sinn á þann hátt, að ég léti bitana detta af gaffli mínum og var hann þá tilbúinn að grípa. Ég fékk leyfi til að fara með Vask með mér á strandferðadalli, sem ég fór með til Siglufjarðar. En þegar þangað kom vildu margir hæna hann að sér, og voru að gefa honum eitt og annað góðgæti. En 14 DÝRAVE RNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.