Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 19

Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 19
Bréfum svarað Meðferð hunda S v ar: í löngu bréfi til Dýraverndarans, biður G. B. um leiðbeiningar um meðferð á hvolpi, sem hún cstlar að fá sér. Henni og öðrum, se?n eru i sömu hugleiðingum, skal ráðlagt nð kaupa sér bókina Hundurinn tninn, eftir Mark Watson. Þar er að finna flest það, sem hundaeig- andi þarf að vita. Andfúll hundur. Gamla tíkin mín er svo hræði- lega andfúl, að það er varla hægt að vera nálægt henni. Hvað á ég að gera? Á ég að fara til dýra- l$knis? Páll. S v a r : Já, þú átt að fara til dýralceknis. hlundurinn getur verið andfúll af ýmsum orsökum, t. d. tannstein, ef svo reynist, þarf aðeins að skafa íannsteininn burt, og það gerir dýralœknirinn. Ef tannsteinn er mikill, getur það haft mjög slæmar afleiðingar fyrir hundinn, fyrir utan hina vondu lykt. Kisa brýnir klœrnar. Litli kettlingurinn okkar er stundum að reyna að hvessa klærn- ar a húsgögnunum eða gólftepp- inu. Enn er hann það lítill að það dýraverndarinn er enginn skaði skeður, en hvað geri ég er hann stækkar? Get ég vanið hann af þessu? Lára. S v ar: Þú getur ekki vanið köttinn af því að hvessa klœrnar, því það er hans eðli, en þú getur mjög auð- veldlega vanið bann af því að gera það á húsgögnunum og gólftepp- inu. Þú skalt kaupa þér, eða búa til sjálf, klórubretti fyrir köttinn, og er hann gerir sig líklegan til að brýna klœrnar annars staðar, þá sussar þú ákveðið á hann og lœtur hann við klórubrettið. Þessi klóru- bretti hafa fengist í Gullfiskabúð- inni, en það er enginn vandi að búa slíkt til sjálfur. Notuð fjöl, sem klxdd er tusku, t. d. bút af áklceði. Fjölina má bceði festa á vegg eða láta liggja. Langar í hreinræktaðan kött. Ágæta blað, svo er mál með vexti að mig langar svo í Síams- læðu (Chocolate- eða Seal-point). En vandinn er að ég veit ekki hvert ég á að snúa mér í þessu. Svo mér datt í hug hvort þú gætir komið mér í samband við einhvern sem gæti útvegað mér kött af áður- nefndu kyni. P. H. E. S v ar: Hér á landi er ákaflega lítið um hreinræktaða ketti og er okkur ekki kunnugt um neinn nema Guðrúnu Á Símonar, þann mikla dýravin, sem á slíka ketti. En ef einhver lesandi veit um hreinræktaða ketti, þá þcetti okkur mikið vænt um að fá að frétta af því. Utanáskriftin er: Dýraverndarinn, pósthólf 993, Reykjavík. 19

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.