Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 11
urn sinubruna og meðferð elds á víðavángi r Sr- Bannað er að kveikja í sinu °g brenna sinu innan kaupstaða eða kauptúna eða í þéttbýli, er til kaup- tuna má jafna. Þó getur lögreglu- stjóri eða hreppstjóri veitt leyfi til s*nubrennslu á tilteknu svæði inn- an nefndra staða, ef sérstakar astaeður liggja til, enda hafi slökkvi- bði staðarins þá verið gert viðvart naeð þeim fyrirvara, er yfirvaldið ákveður. gr. í sveitum er ábúendum ein- stakra jarða og umráðamönnum obyggðra jarða heimilt að brenna s*nu á jörðum sínum, ef fullnægt er þessum skilyrðum: a- að takmörk svæðis þess, er brenna skal, séu fyrir fram ákveðin, b. að eigi séu á því svæði mann- virki, trjágróður eða önnur rækt- un, er eldur getur grandað, eða nær brunasvæðinu en í 200 metra fjarlægð frá yztu mörk- nm þess, c' ab jarðvegur sé eigi þurr, að bætta sé á, að hann spillist af eldinum, cb að eigendum eða umráðamönn- urn landsvæða eða mannvirkja, sem liggja nær yztu mörkum lands þess, er brenna skal, en 1000 metra, hafi verið tilkynnt um fyrirhugaða sinubrennu a. m. k- 6 klst. áður en hún skal hefj- ast, e' ab sá, er brennu framkvæmir, hafi nægan mannafla og tæki til þess að ráða við eldinn, eða hafi fullnægjandi ráðstafanir með ^ýraverndarinn jarðrásum eða á annan hátt, til þess að halda sinueldinum innan þeirra marka, sem honum eru í upphafi sett, sbr. a-lið. 3. gr. Skylt er hverjum þeim, er sinubrennu framkvæmir, að sjá um, að stöðug gát sé höfð á sinueldin- um og útbreiðslu hans. 4. gr. Leita skal leyfis hreppstjóra, áður en sinubrenna er framkvæmd. Skal hreppstjóri gæta þess, að full- nægt sé skilyrðum þeim, er í 2. gr. getur, og má hann eigi leyfa brenn- una, nema svo sé. Hreppstjóri get- ur og um stundarsakir synjað um leyfi til sinubrennu, ef hann vegna veðurs eða annarra mikilvægra á- stæðna telur sérstaka hættu samfara framkvæmd fyrirhugaðrar brennu. J>. gr. Hvarvetna skal óheimilt að brenna lyng- eða kjarrgróður, nema taka eigi land til ræktunar eða sér- stakrar beitarræktunar, enda brjóti brennsla slíks gróðurs eigi í bága við ákvæði II. kafla nr. 3/1955, um skógrækt. 6. gr. Sinu má aðeins brenna á tímabilinu frá 1. desember til 1. maí. Þá má veita leyfi til brennslu sinu og gróðurs þess, sem í 5. gr. getur, til 15. maí á svæðinu norðan ísafjarðardjúps og norðan heiða allt austur að Fjarðarheiði og Breið- dalsheiði, ef veðrátta hamlar því, að mati hreppstjóra, að brenna sé framkvæmd fyrr, enda mæli sér- stakar ástæður eigi gegn því. 7. gr. Skylt er öllum þeim, sem ferðast um eða dvelja á jörðum eða lendum einstakra aðilja, almenning- urn, afréttum, þjóðgörðum eða öðr- um þess konar friðuðum svæðum, að fara varlega með eld. Er óheim- ilt er að gera eld á nefndum svæð- um, nema tryggilega sé um hann búið í eldstæði eða hann kveiktur á þess konar jarðvegi, að ekki sé hætta á því, að hann breiðist út. Skal öllum skylt að gæta þess vand- lega, að eldur sé að fullu kulnaður, áður en eldstæði er yfirgefið. 8. gr. Skylt er hverjum þeim, er þess verður var, að eldur er laus á þeim svæðum, er í 7. gr. getur, að tilkynna það umráðamanni lands eða því yfirvaldi, sem auðveldast er að ná til. 9. gr. Ef tjón hlýzt á eign annars manns af völdum sinubruna, fer um bótaábyrgð eftir almennum reglum. Sama gildir um bótaábyrgð þeirra, sem með gálausri meðferð elds verða valdir að tjóni á svæðum þeim, er í 7. gr. getur. 10. gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum kr. 200.00- 20 000.00, er renni í ríkissjóð. 11. gr. Frá gildistöku laga þessara falla úr gildi ákvæði 29. kap. Llb. Jónsbókar um elds ábyrgð. 12. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. 11

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.