Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 18

Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 18
Gelding katta Ef kötturinn manns er verðmætur hreinræktaður fress, lætur maður að sjálfsögðu ekki gelda hann, því hann mun alltaf vera mikilsvirði til undaneldis. Nokkrir kattaeigendur láta samt sem áður gelda slíkan kött vegna þeirra óþæginda, sem fylgja því að hafa ógeltan fresskött á heimilinu. Er kötturinn verður kynþroska, koma tímabil, sem kötturinn „lykt- ar", þetta er alveg eðlilegt, því flest karldýr „merkja" sitt svæði, svo væntanlegir meðbiðlar skilji, að hér er ekki annað að gera en að forða sér. Auðvitað er ekki mikið um með- biðla, ef kötturinn er heimiliskött- ur, sem fer kannski ekki einu sinni út, en engu að síður mun kötturinn skoða heimilið sem sitt yfirráða- svæði, og mun samkvæmt sínu náttúrulögmáli sýna hver er hús- bóndi á heimilinu. Sumt fólk er á móti því að láta gelda ketti, því það heldur að gelt- ur köttur verði bæði latur, feitur og leiðinlegur. Þetta er alrangt. Sé kötturinn geltur, fær eigand- inn ekki latan kött og leiðinlegan, sem aðeins hringar sig í sófanum, heldur þvert á móti heldur köttur- inn allri sinni leikgleði og kátínu. Það er næstum hægt að segja að hann haldi áfram að vera „ketrling- ur" fram á fullorðins ár. Einnig gefur hann stg miklu meira að eig- anda sínum, sem hann lítur á sem „jafningja" sinn, og eigandinn losn- ar við hinn sterka. vonda óþef á heimilinu. Einn kostur er enn ótal- inn, en hann er sá, að geltur fress- köttur fylgir ekki „kalli náttúrunn- ar", og leggst út við hvert tæki- færi. bó svo að læða í breimastandi sé í nágrenninu. Hafa ekki allir heyrt í fress- köttum, sem sitja á nóttunni og væla ámátlega. Það er þessi katta- konsert, sem orsakar að dagfars- prúðustu menn fleygja skónum sín- um út um gluggann til að reyna að fá svefnfrið, og lýsa því svo yfir seint og snemma, hvað allir kettir séu ómögulegir. Geltur köttur tek- ur ekki þátt í slíkum næturkonsert- um, svo af þeirri ástæðu einni sam- an borgar sig að láta gelda köttinn. Að gelda kött er mjög lítil að- gerð. Eigandinn pantar tíma hjá dýralækni, sem svo geldir köttinn, en verkið sjálft tekur aðeins nokkr- ar mínútur. Kötturinn sjálfur finn- ur ekkert til því hann er svæfður. Hæfilegt er að gelda köttinn, þegar hann er fimm til sex mánaða gamall, en má einnig gera seinna. (Lauslega þýtt úr bókinni: „Min ven katterí', eftir Flemming Holbek). 18 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.