Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.02.1974, Blaðsíða 15
Vaskur var mikill mannþekkjari og gerði sér því mannamun. Hann þóttist ekki taka eftir sumum, eða sýndi þeim jafnvel fyrirlitningu, en lét vel að öðrum og voru þeir færri. Jón heitinn bróðir minn var þá líka á Siglufirði og hafði Vaskur ekki séð hann áður, en tók honurn með fögnuði um leið og hann sá hann, og fylgdi honum fúslega. Ég vann í síldarverksmiðjunni Gránu og var yfirmaðurinn dansk- ur, kallaður Vestersen, og var oft á rannsóknarstofu sinni. Ég vann ^argan dag við það, að tappa lýsi á föt. Á hverjum morgni kom sá óanski ril mín, til að líta á lýsið ^já mér. Brá hann þá vísifingri undir bununa og bragðaði það. Hann var góður karl og glaðlegur jafnan. Vaskur kunni vel að meta hann og fór stundum með honum, en karl gaf honum súkkulaði, fór jafnvel með hann heim til sín og ftúin hans mun hafa sýnt gestrisni í hczta lagi. Til Siglufjarðar kom síldarkaup- niaður, ég held þýzkur Gyðingur, °8 gengu þeir Vestersen jafnan somu götu, eins konar morgun- göngu og ræddust við. Sá þýzki skipti sér ekki af hundinum þótt hann væri stundum með í för, en Vaskur kunni betur við þann óanska, þótti hinn leiðinlegur og syndi það í smáu og stóru. Fyrir sláttarlokin fór ég til Sauð- arkróks, var um tíma í kaupavinnu ^já Jóhannesi bróður mínum í Glæsibæ. En síðan reri ég á árabáti hjá Jóni bróður mínum og Gunnari mínum Einarssyni, sem var hagmæltur og kvaðst á við Svein ffá Elivogum, og svo var gamall ’ttaður, sem ég man ekki nafn á. ^ið fengum þó nokkuð af fiski, v°rum með línu. Gm haustið var hugsað til heim- DvRaverndarinn ferðar með gamla Lagarfossi. Hann kom við á leið til Akureyrar og var þá norðangjóla. Við þurftum að fara á báti fram í, skipið. Ég varð seint fyrir en náði í síðasta bátinn, sem var hlaðinn síldartunnum, er áttu að fara um borð. Vaskur var með mér eins og fyrri daginn. Þeg- ar út að skipinu kom, sá ég kaðal- stiga á skipshliðinni, kallaði ég og bað um aðstoð við að komast um borð. Einhverjir voru á dekki en sinntu mér ekki, en báturinn var færður til og var nú krækt í tunn- urnar og þær hífaðar um borð, fjór- ar og fjórar saman. Tók ég nú poka minn undir aðra hendina en Vask undir hina, náði svo traustu taki um járnkeðju, sem tunnurnar voru hífaðar með og átti þó óhægt um vik, af skiljanlegum ástæðum. Þegar yfir borðstokkinn kom datt mér í hug að ég og Vaskur yrðum látnir fylgja tunnunum niður í lest. En karlarnir hlógu mikið, er þeir sáu hvað hékk í stroffunni, lofuðu okkur að stíga út á þilfarið, tóku okkur tveim höndum og héldum við svo til Akureyrar, með viðkomu á Siglufirði. 15

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.